Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 4
66 Svar frá biskupi Islands. “íslands biskupsdæmi, Reykjavík*, 27. Marz, 1918. í næstliðnum Janúarmánuði liefir mér borist frá vður, herra forseti, með bréfi dags. 31. Okt. f. á., “Ávarp til móðurkirkjunnar íslenzku”. Sendið þér það fyrir hönd Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi í tilefni af feraldar-minningu siðbótarinnar lútersku. Fyrir þetta hlýja ávarp flyt eg hérmeð kirkjufélag- inu vestur-íslenzka alúðarþakkir mínar í nafni móður- kirkjunnar, sem mér veitist sá heiður að vera skipaður tilsjónannaður fyrir. * Er mér það ánægjuefni að mega skoða ávarp þetta, með þeim óskum, sem ] >að liefir inni að halda, svo sem vott vináttuþels og huglátsemi vestur-íslenzkrar kristni í garð móðurkirkjunnar fyrir austan liafið. Get eg full- vissað yður um, að ekkert væri mér ljúfara en að slíkt hugarþel mætti lialdast og styrkjast á komandi tíð milli móðurkirkjunnar gömlu og útfluttra barna liennar og niðja þeirra fyrir vestan liafið, þrátt fyrir allan skoðana- og stefnumun, sem kynni að eiga sér stað á komandi tíð ekki síður en umliðinni, og það því frenmr, sem það verður ávalt lítilræði, sem aðskilur, í samanburði við hitt, sem sameiginlegt er. Böndin eru svo mörg, sem tengja saman Islendinga vestan liafs og austan. Hinn íslenzki þjóðflokkur hins vegar svo lítill, að liann má ekki við því, að nokkurt þeirra. slitni. En sízt af öllu má andlega bandið sameig- inlegrar trúar og vonar slitna, sem vér eigum í Drotni vorum Jesú Kristi. Því að traustara og haldbetra ein- ingarband aðskilinna bræðra veit eg ekkert en meðvit- undina um að vera í einum anda skírðir til að vera einn líkami í Kristi Jesú og þá um leið samarfar að ríkdómi þeirrar dýrðar, sem hann ætlar oss að erfa með liinuni heilögu. Með þeirri ósk og bæn til Guðs, að hið andlega ein-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.