Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 6
68 heyra og hvaða trúarjátning, sem þeir hafa, að safnast saman á þeim degi á venjulegum guðsþjónustustöðnm sínum, og þar — og sömuleiðis í heimahúsnm — hiðja al- máttugan Guð að fvrirgefa oss, sem þjóð, syndir vorar og yfirsjónir, að hreinsa hjörtu vor, svo vér þekkjum Og elskum sannleikann, viðurkennum og verjum alt, sem er réttlátt og göfugt, og áformum aðeins réttmætar athafn- ir og réttláta dóma, er samrýmast megi vilja hans; og sár- bænum hann að gefa liersveitum vorum sigur þar sem þær berjast fyrir frelsi, gefa vísdóm þeim, sem ráða mál- um vorum á þessum dimmu dögum stríðs og nauða, og gefa öllu fólki stöðuglyndi og þrek til fórnargjörðar í þarfir þess, sem er gott og réttlátt, og veita oss um síðir þann frið, sem fullnægi hjörtum manna og sé grundvall- aður á miskunsemi, réttlæti og góðvild. Þessu til staðfestingar rita eg nafn mitt og læt setja hér innsigli Bandaríkjanna. Dagsett í District of Columbia, ellefta dag Maí mán- aðar, á nítján-hundruð-og-átjánda ári Drottins vors og hundrað-fertugasta-og-öðru aldursári Bandaríkjanna. • Woodrow Wilson.” ,,The Canadian Lutheran Commission for Soldiers’ and Sailors’ Welfare." Skýrt hefir verið frá því í Sameiningunni, að á síð- asta hausti var í Bandaríkjunum stofnað allsherjar bandalag lútersku kirkjufélaganna þar í landi til kristi- legs líknarstarfs meðal hermanna Bandaríkjanna, lieima og erlendis, á sjó og landi. Lítillega hefir og í blaðinu verið skýrt frá hinum mikla og dýrmæta árangri þess starfs, sem lúterska kirkjan í Bandaríkjunum liefir unnið og hlotið fvrir lof alþjóðar og sérstaka viðurkenningu landstjórnarinnar. Er það til marks um ]>að, hve vin- sælt það starf er hjá alþýðu þar syðra, að þegar stjórn Bandalagsins bað lúterskt fólk í Bandaríkjunum, að skjóta saman fé til starfsins, að upjihæð 750,000 doll., þá kom saman á einni viku nærri hálf önnur miljón dollara.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.