Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 28
90 (/,— -- - --.■■■" - ■ __ . . ■—-----~?g\ s) FYRIR UNGA FÓLKIÐ ll líeild þessa annast séra F. Hallgrímsson. í* ' - v Páskadagur í Nagova. Þa8 var mikill dýrSardagur. Öll náttúran virtist boða hástöfum aS þaS væri páskadagur, og borgarlýöurinn virtist taka undir þann boðskap með því aö flykkjast út á strætin, eins og m'enn gjöra heima. En því miður Ijómaði ekki á andlitum fólksins hér páska-brosið bjarta, sem ætti að auðkenna þá, sem þekkja náð upprisunnar. En hjartanlega langaði mig til þess, að þið hefðuð öll getað komið í litla lúterska sunnudagaskólann okkar og verið við guðsþjón- ustuna þenna páskadagsmorgun. Þegar við komum af strætunum, þar sem tiði og grúði af heiðnu fólki, og inn í trúboðs-húsið okkar, urðum við undir eins vör við páskablæinn. Ef þið hefðuö getað séð sunnudagsskóla-börnin, broshýr en ekki öll sem hreinust. og ungu mennina, sem komu í biblíudeildina mína, sem koma þar saman á hverjum sunnudegi á undan morgunmessu, þá er eg viss um að bænir ykkar hefðu orðið heitari en nokkru sinni fyr. Ef þið hefðuð svo komið með okkur .upp í “loftsalinn"* og veriö við páskaguðsþjónustuna, þá hefðuð þið orðið enn hrifnari, því það var sannarlega hátíðleg stund. Allan tírnann á meðan á guðsþjón- ustunni stóð fundum við trl leyndardómsfullrar nálægðar Guðs og blessunar hans. Og við báðum innilegar en nokkru sinni fyr. Og þið furðið ykkur ekki á því þegar þið hugsið um það^ að á eftir skrifta-athöfninni, sem fer fram á undan altarisgöngunni, gengu fimm manns upp að altarinu og lýstu því yfir, að þeir vildu taka kristna trú. Á eftir prédikun, sem séra Chiga, japanski presturinn okkar hélt, voru þrír menn skirðir og einn fermdur. Guðsþjónustan éndaði með altarisgöngu. Þeir sem létu í ljósi löngun sína til að taka kristna trú, voru þessir: Miss Asaye Kobayashi þsauma-kennari), Mr. Totaro S.uzuki fuppgjafa ibóndi), Mr. Saburo Hasegavva ('verzlunarmaður). Mr. Riyoji Hattori (verzlunarskóla kennari) og Mr. Chjuitchi Asano T'verzlunarnemi). Skírðir voru þessir: Mr. Shjonn Asai ('bæjarráðsmaður), Mr. Masao Takubo öðnskólanemi) og Mr. Keiji Hoh (verzlunarnemi). Fermdur var Mr. Chitose Kishi, sem að likindum fer á presta- skólann okkar. Fimm þessara ofannefndu manna hafa stöðugt verið við nám hjá mér þenna siðastliðna vetur. Mr. Asano hafði engin kynni haft af kristindómi þangað til hann byrjaði að koma á heimili okkar og taka ) GuSsþjónustusalurinn í trúboðshúsinu er á öSru lofti.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.