Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 27
89 í fyrsta sinn í sögunni hafa “Christian Scientists” komist a‘8 áem herprestar við her Bandaríkjanna. Einn er aö sögn þj’ónandi i sjóhernum en tveir í landíhernum. Hvernig skyldi þeim ganga aS færa hermönnunum heim sanninn um það, að sár þeirra og limlest- ingar sé hugarburður einn? Nýjasta kirkjulega hátiðin hjá amerísku kirkjunum sumum heitir Anti-Cigarette Sunday. En ekki endast sunnudagar kirkjuársins, ef sérstakur sunnudagur á aS vera helgaöur barátturíni gegn hverjum einstökum lesti, sem menn hafa tamið sér, nema löst.um fækki stór- kostlega frá því, sem verið hefir. ------o------ Þriggja manna nefnd, úr hópi lúterskra manna í Bandaríkjunum, fer innan skamms til Frakklands til þess i samráðum við lútersku kirkjuna þar að gera ráSstafanir fyrir starfi í þarfir hermannanna fyrir handan hafið. Er þetta undir umsjón National Lutheran Com- mission for Soldicrs and Sailors Welfare. ------o------: A þessu og næsta ári heldur Meþódista kirkjan hundrað ára af- mæli trúboðsstarfsemi sinnar. Markmið þess hátíðarhalds er aS vekja aukinn áhuga fvrir trúboði. ------o------ Kvartað hefir veriS undan því, hve mikiö beri á ljótum munn- söfnuði og blóti í her Bandaríkjanna, og hafa sérstaklega orð eins herprestsins vakiS athygli, er hann segir, aS sjöunda hvert orð, sem heyrist í herbúðunum, sé blótsyröi. Vonandi eru þetta ýkjur, þó hitt sé ekki aS efa, að hermannalíf leggur sérstaklega freistingu á leið margra í þessu tilliti. Orð Washingtons hershöfðingja í fyrsta stríði Bandaríkjanna eru engu síður tímabær nú, og eiga erindi til hvers hermanns í liði Bandaríkjanna og víðar. Hann sagði: “HershöfS- ingjanum þykir fyrir að frétta að sá heimskulegi og ljóti siður, aS temja sér blót og formælingar — að þessu lítiS áberandi löstur í ame- ríska ihernum — sé aS færast í vöxt, og vonar aS foringjarnir með dæmi sínu, ekki síöur en áhrifum sínum, leitist við aS hnekkja ósiðn- um, og að bæði þeir og liösmennirnir athugi aS vér getum gert oss litla von um blessun himnanna yfir vopn vor, ef vér með guSleysi og fávizku vorri hrópum guSlastanir til hæða. Auk þess er þessi löstur svo fyrirlitlegur og auðvirðilegur, og alls ekki ginnandi, og hver maður með heilbrigða skynsemi og manndáö hefir óbeit á honum og fyrirlitningu”.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.