Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 24
86 RADDIR FRÁ ALMENNINGI Deild þessa annast séra G. Guttormsson. NOKKRAR SPURNINGAR frá maniii j Saskatchewan. Sp. í tuttugasta og fyrsta kapítula fjórðu Mósebókar, fjórtánda versi, standa þessi orÖ: “Þess vegna er í bókinni um bardaga Drottins minst á Vaheb í Súfa og Arnons læki”. Er þaö mögulegt nú á tímum að vita hvaða bók hér er átt viö? Sv. Bókarinnar er hvergi getið nema hér. Fróðir menn geta sér þess til, að hún muni hafa verið gamalt kvæðasafn, sigursöngvar eftir einhver þjóðskáld Israels, ortir á eyðimerkur-dvölinni eða litlu siðar. Tilvitnunarorðin eru óljós, og ])ví ekki gott að segja, hvernig á þeim stendur; en þó er ekki ólíklegt, að til þessarar gleymd.u bókar sé vitnað hér til stuðnings landlýsingunni i næsta versi á undan. Sé svo, þá er þetta innskotsgrein, sem ekki hefir staðið í frumritinu, heldrr komist inn í textann all-Iöngum tima eftir daga Móse. þegar Iandamæri Amórs og Móabs voru ekki eins og hér segir og staðháttalýsingin virtist því þurfa skýringar við. Þetta er auðvitað tilgátan ein, og verður henni þvi ekki haldið til streitu, ef önnur finst sennilegri. Sp. Enn fremur stendur, í sania kapitula, tuttugasta og sjöunda versi: “Þess vegna sagði skáldið: Komið til Hesbon! Síhons borg skal byggja og gjöra rambvggilega!” Hvaða skáld er hér átt við? Og hv'aða borg er það, sem hér er nefnd?” Sv. Hér stendur í nýju ])ýðingunni: “Fyrir þvi sögðu háð- skáldin: Komið til Hesbon! Endurreist og grundvölluð verði borg Síhons!” Hér er auðsjáanlega vitnað í gamalt kvæði, ort út af sigurvinningum ísraels, sem frá var skýrt i versunum á uncTan. Orð- unurn er beint að Amóringum, að því er virðist, eins og til að storka þeim. Það var gamall siður hjá fsraelsmönnum, að syngja slík Ijóð eftir sigurvinningar og aðra stórviðburði fsjá 2. Mós. 15 og Dóm. 5). — Síhons borg og Hesbon er sama borgin. “Hesbon var borg Sihons Amórítakonungs” (26 v.). Hún á því ekkert skylt við Sionsborg eða Jerúsalem, sem kend er við hæðina Zíon. Sp. Getur nokkur bygt nýja kirkju, nýja Jerúsalem eða nýtt musteri — eg á við í æðstu merking orðanna — nema Jesús Kristur? Sv. Nei. Sp. f>á stendur í ])ritugasta versinu: “Ljós þeirra er slokknað frá Hesbon til Dibon: vér eyddum landið alt að Nófa, alt til Medíba !” Hvaða ljós er hér átt við? Er þaö blessun og vernd Guðs, sem hér er nefnd ljós? Sv. Nýja þýðingin er talsvert öðru visi á þessum stað: “Vér skutum á þá; gjöreydd var Hesbon alt til Díbon; og vér fórum her-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.