Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 8
I 70 fólk og' greiða þeim aðgang að góðum heimilum. Þeir eru víða að komiiir, og öllum þar sem þeir dvelja ókunn- ugir, umsetnir af margvíslegum freistingum og spilling- ar-öflum. Sérstaklega verður reynt að ná til allra sjúkra og særðra víðsvegar á spítulum og heilsuhælum, og um fram alt að vekja og glæða í öllum söfnuðum lúterskrar kirkju í Canada skyldurækni við land og þjóð og knýja fram alla krafta til hjálpar og líknar nú á þess- ari neyðartíð. Fundurinn í Ottawa var all-merkilegur. Það er í fyrsta sinn að málsvarar allra deilda lútersku kirkjunnar í Canada liafa átt samfund og samvinnu. Það spáir góðu fvrir framtíð kirkju vorrar. Og fyrir þessa sameining um þetta mikla velferðarmál og ötula þátttöku í starfi þessu hlýtur vegur lútersku kirkjunnar í landinu að vaxa og hún að ná meiru áliti hjá þjóðinni í heild sinni. Einna minst þeirra kirkjufélaga, sem áttu fulltrúa á Ottawa-fundinum, er íslenzka kirkjufélágið lúterska. Var þó forseti þess kosinn formaður allsherjar bandalagsins lúterska í Canada. Þeirri kosningu tók hann með það eitt fyrir augum, að geta orðið þjóðflokki sínuin í þessu landi að liði og' Islendingum þarfur í aðstöðu þeirra við hina canadisku þjóð. Verið karlmannlegir—verið A þessum dögum stríðs og nauða er vert að minnast þess postullega orðs, sem haft er uppi yfir grein þessari. StríðiS harðnar með hverjum degi og að mönnum þrengir meir og- meir. Fleiri og fleiri eru kvaddir í her- j)jónustu og fleiri og fleiri falla og særast. Heima fvrir þarf meiru og meiru að fórna, bæði af efnum inanna og þægindum lífsins. Þó er óefað eftir enn liarðasta liríðin. Þeir sem berj- ast gegn ofbeldi óvina vorra og verja þjóðfrelsið, berjast upp á líf og dauða. Það verður æ augljósara, að alt er í liúfi og alt í hættu. Hvort sem vér búum í Canada eða Bandaríkjunum, er þjóð vor í veði. Canada er í þeirri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.