Sameiningin - 01.10.1919, Side 5
225
fá hjónabönd verið möluð sundur. í sumum ríkjum
Bandaríkjanna (t. d. Xevada) hafa myndast nokkurs-
konan “hjónaskilnaðar-nýlendur”. Þangað hafa flutt
karlar og konur, sem losast vildu úr hjónabandi, og beðið
þar lögákveðinn tíma, sem í þeim ríkjum er stuttur, þar
til höftin væri leyst. Hvort sem lijónaskilnaðar-fargan
þetta á eftir að komast í sama algleyming hér í Vestur-
Oanada, sem verið hefir í Bandaríkjunum, er enn óvíst.
En margt hefir verið rætt og ritað um þetta efni nýlega
og þykir mörgum, sem von er, að ískyggilega liorfi, því
þar sem hjúskaparlíf er vettugi virt, rasað að giftingu
um ráð fram og slitið iijónabandið, þegar verkast vill,
þar er land og þjóð í voða. Hjúskapurinn er elzta til-
skipun Guðs og helgi hjónabandsins marg staðfest í
Quðs orði.
Kunnugt er það, hversu ákveðin kenning Krists er
mn þetta efni. 1 19. kap. Matteusar Quðspjalls kemst
hann að orði á þessa leið:
“Hafið þér ekki lesið, að skaparinn frá upphafi
gjörði þau karl og konu, og sagði: Fyrir því skal maÖur
yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína; og
þau tvö skulu verða eitt liold ? Þannig eru þau ekki fram-
ar tvö, heldur eitt hold. Það, sem Guð því hefir tengt
sarnan, má ekki maður sundur skilja.”
Og er Farísear báru fyrir sig lög Móse og spurÖu,
hvers vegna Móses liefði heimilað að gefa konu’- skilnað-
arskrá, svaraði Kristur:
“Vegna hjartaharðúðar leyfði Móse yður að skilja
við konu yðar, en frá upphafi hefir þetta eigi verið þann-
ig. En eg segi vður, að hver sem segir skilið við konu
sína, nema fyrir hórdóms sakir, og gengur að eiga aðra,
liann drýgir liór, og hver sem gengur að eiga fráskilda
konu, drýgir hór”. (Matt. 19, 8-9; sbr. Matt. 5, 32).
Vegna þess hversu ljós og skýr kenning Krists er
um þetta atriði, hefir lúterska kirkjan (þar sem hún er
frjáls og lýtur ekki lögum veraldlegra valdstétta) sett
sér þá föstu reglu, að viðurkenna alls ekki hjónaskilnað
fyrir nokkra aðra sök en hórdóm; og hún neitar aÖ fram-
kvæma hjónavígslur fyrir fráskildar persónur, og veitir
þar enga undanþágu, nema ef hlut á að máli persóna,