Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 6
226 sem skilnað liefir fengið lijá dómstólum ríkisins fyrir sannaða hórdómssök á liendur hinum aðila hjónabands- ins, en sjálf er sýkn af því broti. Frá þessari reglu víkja lútersku prestarnir í Ameríku alment ekki. Þurfa þeir ekki annað en vísa til viðtekinnar reglu kirkju sinnar, ef beðnir eru þeir að gefa saman fráskildar persónur, og ætlast þá enginn til þess, að þeir víki frá henni. Með því að búast má við, að hér eftir verði leitað til íslenzkra liúterskra presta og þeir beðnir að gifta per- sónur, sem skilið hafa að lögum við eiginkonu sína eða eiginmann, sem enn er á lífi, þá er áríðandi að þeir fylgi allir sömu reglu í því efni, og þá að sjálfsögðu reglu þeirri, sem gildir alment í lútersku kirkjunni hér í landi og búið er að skýra frá. Sama regla gildir og í öðrum stórdeildum kirkjunnar. En alt af finnast einhverjir prestar, sem svo eru bóngóðir, að þeir gefa saman frá- skildar persónur, og með því gefa hjónaskilnaði undir fótinn, því flestir skilja með það í huga, að giftast aftur annari eða öðrum. Ef það fengist ekki, vrðu fóir til að biðja um skilnað. -------o-------- Lúterska kirkjan í Ameríku. og viðreisn lúterskrar Jcirkju í stríðslöndum Nörðurálfunnar. J?að verður naumast ofsögum sagt af neyðarástandi liíterskra trúbræðra vorra í löndum Norðuráfunnar, þar sem stríðið geysaði, og lúterskri kirkju í Ameríku verður það ó- dauðlegur heiður, hversu drengilega hún hefir komið systur sinni í Evrópu til hjálpar. Lúterska kirkjufélaga-sambandið mikla The National Lutheran Council, sem flestar deildir lúterskrar kirkju í Ameríku eiga fulltrúa í, hefir hafið stórkostlegt starf til líknar handan hafs. það hefir sent úrvalsmenn til þess að rannsaka ástandið í Evrópu, gefa skýrslu um það, og segja til um aðferðir þær, er beztar sé til liðveizlu á hverjum stað. Sendimennirnir fóru fyrst til Frakklands, heimsóttu lútersku kirkjuna þar og báru henni kveðju bræðranna í Ameríku. peir ferðuðust um meðal lútersku safnaðanna, uppörfuðu þá og leiðbeindu þeim, og er sagt, að mest sé það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.