Sameiningin - 01.10.1919, Síða 7
227
sendimönnunum héðan að þakka, að lúterska kirkjan á
Frakklandi , sem telur um 100,000 meðlimi, liðaðist ekki í
sundur og hvarf úr sögunni. All-mikil fjárupphæð hefir
verið send söfnuðunum á Frakklandi til þess að koma upp
nýjum kirkjum og launa prestum Nemur sú upphæð um
800,000 franka. Sendinefnd frá Frakklandi er nú á leið til
Ameríku til fundar við trúbræðurna hér.
Sendimennirnir að vestan heimsóttu og lúterska menn
í Elzas, sem nú er aftur komið undir stjórn Frakka. par
telst 320,000 lúterskra manna, og þjóna þar sem' stend-
ur 185 lúterskir prestar. Bræðurnir í Elsaz urðu fegnir
komu sendimannanna og fara að ráðum þeirra að mörgu
leyti, þar sem fyrir höndum er að koma nýju skipulagi á alt
fyrirkomulag kirkjunnar, sem nú hefir losnað úr fyrri
tengslum. 50,000 franka gáfu sendimenn í umboði amerísku
kirkjunnar lútersku til þess að koma upp guðsþjónustu hús-
um til bráðabirgða, einkum í Muenster dalnum, þar sem 10
kirkjur höfðu skemst í ófriðnum og margar aðrar verið
eyðilagðar.
Hjálparhönd lútersku kirkjunnar hér í landi hefir náð
alla eið til Alzír í Afríku, þar sem átta lúterskir prestar
stóðu uppi ráðþrota. Var sent fé þeim til framfærslu og séð
um, að starf þeirra ekki legðist niður.
Sendimennirnir héðan lögðu leið sína um héruð þau við
Eystrasalt, er áður voru háð Rússum, og um Finnland. Er
fásögn þeirra um ástandið í þeim héruðum hin raunalegasta.
Hörmungar stríðsins og byltingar gjöreyðendanna “rauðu”
hafa þjakað þeim löndum öðrum fremur. Voðalegar sögur
eru sagðar af meðferðinni á lúterskum prestum og fjöl-
skyldum þeirra. Á skrá um þá, sem myrtir hafa verið, og
birtist í blaði, er heitir Rigasche Zeitung, eru nöfn 25 lút-
erska presta. f Finnlandi voru 11 prestar lúterskir myrtir,
sumir krossfestir, aðrir jarðaðir lifandi. Margar kirkjur
voru lagðar í eyði og prestsetur brend. Byltingamenn
(Rauðálfar) hafa ráðist opinberlega á kirkjuna og trúar-
brögðin. peir hafa stigið í prédikunarstóla í kirkjunum
og hrópað, að djöfullinn hafi verið fyrsti byltingamaður og
nú sé kominn tími til þess, að hann sé látinn koma í Guðs
stað. Einn sendimannanna héðan er norskur blaðamaður,
G. T. Rygh að nafni. Hefir hann ritað langt mál um hörm-
ungarnar á Finnlandi, en getur þess jafnframt, að lands-
lýðurinn hafi ekki látið hugfallast, og ekki hafi kirkjur þar
verið jafn vel sóttar um mörg ár eins og nú.