Sameiningin - 01.10.1919, Síða 8
228
Seint í sumar náðu sendimennirnir lútersku til Pól-
lands. Stjórnarformaðurinn þar, Paderewski, tók þeim
tveim höndum og sendiherra Bandaríkjanna greiddi götu
þeirra. Sendimenn dvöldu þriggja vikna tíma þar í landi og
ferðuðust víða. Skýrsla er komin frá þeim og segja þeir,
að á Pólandi gamla hafi verið 650 þús. lúterstrúarmanna.
Hafi þeir orðið fyrir ofsóknum miklum meðan á stríðinu
stóð og margir þeirra verið gerðir landrækir. f n ý j a
Pólandi segja þeir vera miljón lúterskra manna, og á stöðv-
um þeim, sem ráðgert er að sameinist í allsherjar ríkið
póska, búi tvær miljónir lúterskra manna.
í Pólandi hafa margar kirkjur og önnur guðsþjónustu-
hús verið lögð í eyði og sömuleiðis margir skólar og prest-
setur. Nú er fólkið að tínast heim aftur úr útlegðinni, alls-
laust, og hefir að engu að hverfa, því heimilin hafa ýmist
verið brend eða þá gengið í hendur Gyðinga og kaþólskra
manna. Ástandið er hið hryggilegasta. Hungursneyð,
klæðleysi og sjúkdómar sverfur hart að lýðnum.
iSendinefndin skorar á kirkjuna í Ameríku að senda
tafarlaust til Pólands stórt upplag af pólskum biblíum og
lúterskum guðsorðabókum, er þýddar verði á pólsku. Nefnd-
in biður um heilan skipsfarm af klæðnaði og fataefni. Enn
fremur biðja þeir um 100,000 doll. til að líkna með bræðrum
vorum á Pólandi. The National Lutheran Council hefir
þegar sent helming þeirrar upphæðar, og er að safna því
sem enn vantar. Einnig eru samtök um alt land til þess að
safna fatnaði, — allskonar fötum, sem, þó ekki sé ný, eru
enn nothæf. Loks leggur nefndin til, að pólsku kirkjunní
lútersku sé veitt lán að upphæð miljón doll. til sex eða sjö
ára. Ýrði fé því varið til þess hjálpa bændum að reísa við
bú sín og til að koma upp skólum og kirkjum.
Loks er frá því að skýra, að sendimennirnir lútersku
komu í öndverðum síðasta mánuði (Sept.) til pýzkaland«.
Sátu þeir kirkjufund mikinn, er haldinn var 1 Leipzig 9.—
11. Sept Voru þar saman komnir margir merkustu mál-
svarar játninga-bundinnar lúterstrúar. Skipaði forsæti
prófessor Ihmels, víðkunnur fræðimaður og háskólakennari
í Leipzig. Margir háskóla-prófessorar, kirkjulegir embættís-
menn og prestar voru komnir til stefnunnar. Voru fyrlr-
lestrar fluttir og rætt um grundvallaratriði trúarinnar og
einnig vandamál þau, sem kirkjunni hafa nú borið að
höndum.
Á allsherjar kirkjufundi þessum segja sendimennimir,