Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 13
233 fremur þau, að eitthvað hafi slík hreyfing til saka unnið, alveg eins og ræningjarnir á Golgata. Mótmælin, sem Sir Arthur hefir orðið fyrir, eiga þó lítið skylt við krossfestingar-hróp. Bitrar trúarbragða- deilur, sjóðheitar af óvild og kryddaðar persónulegum skömmum, eru nú að mestu fallnar úr tízku, sem betur fer. En með fullri einurð hefir þó hinum fræga rithöfundi verið bent á bláþræðina í þessum heilaspuna, sem eftir hann liggur. Á meðal þeirra, er í móti mæla, er annar rithöfundur enskur, sem einnig er orðinn frægur fyrir skáldverk sín. pað er háðskáldið Jerome K. Jerome. Hann hefir ekki get- að sannfærst af fyrirburðasögum Sir Arthur’s, og birtir grein um það efni í blaðinu Common Sense. Hér fylgir út- dráttur úr þeirri ritgjörð, tekin eftir Literary Digest: “Sir Arthur játar, að hann hafi stundum, áður en hann snerist, horfið burt af öndungafundum ‘með óhug og við- bjóði.’ það, sem hann sá þar, virtist honum prettir einir eða heimska svo afskapleg, að ekki væri lítandi við neinu slíku. ‘Skýringarnar’, sem öndungar komu með til þess að lækna í honum efann, fullnægðu honum ekki ‘á þeim tímum’. Hann játar það einnig, að áður en hann fékk trúna, hafi hann stundum rekið sig á miðla, sem höfðu talsverð áhrif á hann og voru þó síðar ‘staðnir að svikum’. En eftir ‘um- vendinguna’ virðist hann ekki hafa orðið var við neitt það, er hnekt gæti þessari nýfengnu trú hans; og ‘skýringarnar’, sem áður virtust svo ófullnægjandi, getur hann nú skoðað sem ‘nokkurn veginn réttar’.” Jeromé finst, eins og satt er, að allar “sannanir” Sir Arthurs megi skýra á jarðneska vísu, og kemur með dæmi úr eigin reynslu máli sínu til sönnunar. Og ekki getur hann fallist á það, að þessi spiritista-hreyfing hafi orðið til styrks eða vakningar sannri trú, eða hreinsað andrúms- loftið. Um þá hlið málsins fer hann þessum orðum: “Fagna myndi eg nýjum trúarbrögðum, ‘grundvölluð- um á mannlegri skynsemd hér megin, og á andlegri opin- berun handan að. En hvað er oss boðið? Hérna megin dimmur klefi, bjöllu-bumban algenga, leigður miðill (stund- um ‘staðinn að prettum’, stundum ekki), ýmist bundinn nið- ur í stól, ýmist lokaður inni í járnbúri; orðsendingarnar ó- merkilegu, sem ósjaldan reynast ‘uppspuni’, óljósir spádóm- ar á borð við þá, sem lesa má í hverju gamaldags alma- naki. það gengur ekki í mig, þetta og annað eins. Svo fá-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.