Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1919, Page 18

Sameiningin - 01.10.1919, Page 18
238 Sunnudagsskóla-þing þau, sem haldin hafa verið ár- lega hér í Manitoba, hafa verið sérlega uppbyggileg. par er hinn margvíslegi verkahringur sunnudagsskólanna rædd- ur af þeim mönnum, sem þar hafa mesta þekkingu til brunns að bera. Eru sumir þeirra langt að komnir og víð- frægir. Mörg hundruð kennara safnast þar saman til að læra og verða fyrir blessunarríkum áhrifum, sjálfum þeim til uppörvunar . Alt miðar að því einu, að safna kröftum til að vinna það verk, sem háleitast er af öllu: að leiða æsku- lyðinn til frelsarans Jesú Krists og kenna honum að hag- nýta sér fagnaðarerindi Drottins. peim öllum, sem eitthvað fást við sunnudagsskóla- störf, er boðið á þingið og fær hver karl eða kona sæti í þinginu, er kemur sem fulltrúi einhvers sunnudagsskóla í Manitoba, hversu smár sem skólinn er. Vér íslendingar höfum eðlilega af skornum skamti þekkingu á kristilegum mentamálum. Vér ættum því að hagnýta oss öll þau tækifæri, sem bjóðast til þess að auka þeþkingu vora og áhuga. í hverjum íslenzkum sunnudags- skóla ættu einhverjir þeir að vera, sem sjá sér fært að sækja þíng þetta. Kjósið þá og biðjið þá að fara. peir koma á- reiðanlega ekki tómhentir heim af þinginu. peir, sem þingið sækja, ættu að kaupa farbréf til Winni- peg og fá fyrir því viðurkenningu hjá umboðsmanni járn- brautarinnar. Fá menn þá ókeypis far aftur heimleiðis. John J. Swanson. ---------o--------- Ekki verður af því, að hr. S. Á. Gíslason komi til Gimlí- prestakalls, eins og um var samið. pótti honum þegar tíl kom ekki vistlegt á “Lagarfoss” í Október fyrir fjölskyld- una (konu, sex börn og tvær vinnukonur) og kalt og veðra von, þó ferð kynni að falla í Nóvember. Enn hafa ekki nema þrír sunnudagsskólar óskað eftir sérprentun af sd.sk. lexíunum. Ef ekki láta fleiri til sín heyra bráðlega, þá verður ekki átt við sérprentun. Dánarfregn. Fimtánda maí síðastliðinn andaðist á spítala í Ripon, á Englandi, Signaler Davíð Albert Westman, einkasonur B. D. Westman, kaupmanns að Churchbridge, Sask., og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur Johnsen, síðast prests að Arn- arbæli.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.