Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 22
242 — en eg verð að gjöra það, hvað sem það kostar, því eg er viss um að henni verður gott af því!” pegar Miss Varney var farin, horfði Jóhanna full ástúðar á sjúklinginn. “Eg er hrædd um að eg sé að óhlýðnast regl- unum”, sagði hún, “því eg ætla að láta þig vera eina dálitla stund. En það verður ekki lengur en á meðan eg hleyp inn í herbergið mitt og hingað aftur, og þú mátt ekki hræra legg né li'ð þangað til eg kem aftur.” Hún fór út og kom að vörmu spori aftur með allstóra körfu. Hún setti hana á gólfið og tók svo öll blómaglösin burtu af borðinu, svo tók hún upp úr körfunni lítinn kassa; botninn var úr berki og hliðarnar úr trjágreinum, settar saman líkt og bjálkahús; í kassanum var mold og grænn mosi ofan á, og í moldinni uxu ljómandi fallegar bláar fjólur. Miss Bradbury hljóðaði upp yfir sig af gleði og rétti fram hendurnar: “Leyfðu mér að snerta á þeim,” sagði hún. “pað getur vel verið að þetta sé ekki vel hreint”, sagði hún hikandi; svo breiddi hún blað ofan á rúmábreiðuna og lét kassann á rúmið, til þess að Miss Bradbury gæti snert angandí vorblómin. Hún fór höndum um þau, eins og hún væri að klappa þeim; en þá fann hún þurt, brúnt lauf innan um fjól- urnar. “pú hefir farið út í beykiskóg,” sagði hún Jóhanna, kinkaði kolli brosandi. “Fjörutíu mílur! Hvernig fórst þú að því?” “Eg lagði snemma af stað og var heila tvo klukkutíma heima hjá mér; eg hefði getað verið lengur, en mér er svo illa við að vera á ferð í borginni seint að kvöldi.” “pað var langt síðan þá hafðir séð fólkið þitt, en samt eydd- ir þú öllum tímanum, sem þú máttir vera heima, til þess að ná í þetta handa mér!” “pau fóru öll með mér og við vorum saman allan tímann,” svaraði Jóhanna glaðlega. “En þú getur ekki trúað því, hva’ mig langaði til að þú værir komin líka. Mig langaði til að þú gætir séð hve vænt öllu þykir um lífið, blómunum, fuglunum, sem eru komnir aftur, læknum og öllum hlutum, — af því aS5 himnafaðirinn hefir skapað þá og sett þá til þess að leggja sinn skerf til þess að gjöra lífið fegurra. Ef eg hefði mátt bera þig þangað á örmum mér að stærsta beykitrénu, og þú hefðír getað séð það alt sjálf, þá—” Miss Bradbury tók báðum höndum um háls hennar og dró hana niður í rúmið til sín, og í því bili kom Dr. Meade inn. pegar Jóhanna heyrði fótatak hans, losaði hún þýðlega af sér hendur sjúklingsins og stóð upp. Hún var náföl og tók þegjandi kassann og lét hann á borð úti við glugga. “Miss McFadden, þú átt að fara upp í herbergið hennar Miss Flynn”, sagði læknirinn þurlega. En áður en Jóhanna

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.