Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1919, Síða 24

Sameiningin - 01.10.1919, Síða 24
244 niður á rúmið. Miss Flynn horfði á hana forviða, og flýtti sér aö bæta við: “til þess að segja foreldrum þínum, að þú hafir staðist prófið og eigir að koma aftur til þess að halda náminu áfram.” Miss Flynn hafði séð hjúkrunarkonu-efni gráta, þegar þær voru gjörðar afturreka; en aldrei hafði hún séð nokkra mann- eskju gráta eins og Jóhanna grét nú. “Stiltu þig! Stiltu þig!” sagði hún og hristi hana; “þú kemur hverjum einasta sjúklingi á þessu lofti í geðshræringu með því að láta svona.” Og Jóhanna herti sig eins og hún gat að halda niðri í sér grátinum. pegar hún var nokkuð búin að ná sér, sagði hún: “Eg verð að segja þér frá því, hversvegna hefir legið svo illa á mér.” Miss Flynn brosti, því hún hafði aldrei orðið þess vör, að það lægi neitt illa á Jóhönnu. “Eg hlustaði einn dag á samtal ykkar Dr. Meade”, sagði Jóhanna, “og það sem eg heyrði kom því inn hjá mér, að eg yrði látin hætta vegna hjartans. Eg hefi aldrei orðið vör við að neitt væri að því, en Dr. Meade sagði: “Við getum ekki altaf vitað um hjartað, en eg er hræddur um—” og svo flýtti eg mér burtu, til þess að heyra ekki meira.” “Flónið þitt litla!” sagði Miss Flynn, og gleymdi svo í bili embættisvirðingu sinni, að hún fór að hlæja. “Eg var að segja Dr. Meade að þú værir of örgeðja og að eg væri hrædd um að þú létir tilfinningaríka hjartað þitt stundum ráða meiru en dómgreind þína; og þá sagði hann, að við gætum ekki altaf vifað hvað hjartanu liði, en hann væri hræddur um að við legð- um of mikla áherzlu á að æfa höfuð og hendur, en vanræktum hjartað. Hann sagðist hafa gefið hjartalagi Miss McFadden glöggar gætur, og væri vel ánægður með það. pú sérð af þessu, að þú flýttir þér of mikið að komast burtu, þegar þú heyrðir samtal okkar.” “Nei, eg flýtti mér ekki of mikið að komást burtu”, svaraði Jóhanna. “Eg átti ekkert með að hlusta á eitt einasta orð. sem þið töluðuð, — en mig langaði svo ákaflega til aið fá að verða hér kyr.” Og aftur fyltust augun tárum. “Hertu nú upp hugann!” sagði Miss Flynn vingjarnlega. “pú mátt ekki láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur, og þú átt altaf að ráðgast við yfirmenn þína, áður en þá ræðst í nýbreytni.” “Já, það skal eg víst gjöra,” svaraði Jóhanna. “Og ef þú getur þolað dálítið lengur við fyrir heimþrá, þá átt þú að hjúkra henni Miss Bradbury þangað til hún fer héðan af spítalanum.” “Eg get sætt mig við alt, ef eg fæ að vera hér kyr,” sagðí Jóhanna með ákefð. “pvoðu þér þá í framan og farðu aftur til sjúklingsins þíns. Dr. Meade fer líklega að hugsa að eg sé nokkuð lengi að gefa þér þessa litlu áminningu, sem mér fanst þú þurfa með.”

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.