Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1919, Side 25

Sameiningin - 01.10.1919, Side 25
245 pegar Jóhanna kom aftur inn í herbergið til Miss Brad- bury, voru augu hennar enn rauð af gráti og andlitið grátbólgið, þó að hún hefði baðað það eins vel og hún gat. “Hvað er þetta, Jóhanna!” æpti hún upp yfir sig. “Hvað gengur að þér, góða mín?” Jóhanna setti upp skringilegan raunasvip og sagði hátíð- lega: “Hann vinur okkar, kongulóarvefurinn er farinn veg allr- ar veraldar, og það er mikið mótlæti”. Og svo brosti hún gletn- islega og bætti við: “En eg held að eg sætti mig við það, þegar frá líður.” Og læknirinn vitri og góði hló eins hjartanlega og sjúk- lingurinn, sem hafði verið að segja honum frá leyndarmálinu mikla, sem þau áttu saman, hún sjálf, hjúkrunarkohan hehnar nýja og kongulóarvefurinn í göngunum á öðru lofti. Sunnudagsskóla-lexíur. VI. LEXÍA — 9. NÓVEMBER. Hin mikla játning Péturs — Matt. 16, 13—24. Minnistexti: Símon Pétur svaraði og sagði: pú ert Krist- ur, sonur hins lifanda Guðs—Matt. 16, 16. Umræðuefni: Játningin mikla. Til hliðsjónar: Mark. 8, 27—38; Lúk. 9, 18—-26; Jóh. 6, 66—69. — (1). Hvenær gjörðist þessi atburður? pað var að öllum líkindum sex mánuðum fyrir dauða Jesú. Hann var með lærisveinunum allra norðast í Galí- leu, nálægt borginni Sesareu Filippí, norður undir Sýríu-fjöTl- um. (2) Höfðu þeir nokkurn tíma farið svo langt norður áður? Einu sinni áður hafði Jesús farið huldu höfði með nokkrum lærisveinum sínum norður að landamærum Týrusar og Sídon- ar, þegar hann læknaði dóttur kanversku konunnar. (3). Ilvernig var ástatt að þessu sinni? Nokkrum mánuðum áður höfðu margir lærisveinarnir yfirgefið Jesúm, af því þeir mis- skildu og rangfærðu kenning hans (Jóh. 6, 66. v.). Óvinir hans reru aUðvitað undir. Hann fór því þar á eftir að mestu um afskekt héruð, þar sem lítið bar á ferðum hans: Norður í Sesareu Filippí og síðar um Pereu fyrir austan Jórdan. (4) Hver var tilgangur Jesú með spurningunum, sem lexían segir frá? Hann vildi búa lærisveinana undir hrygðina og vonbrigð- in fram undan, en áður en hann byrjaði á því efni, vildi hann

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.