Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 26
246 styrkja trú þeirra, með því að gefa þeim tækifæri til að játa þá trú á ný. (5.) Hvað hafði fólkið ímyndað sér um Jesúm? Fólk- ið hélt, að hann væri annað hvort Jóhannes skírari, Elías, Jere- mías, eða einhver af spámönnunum. (6). Hverju trúðu læri- sveinarnir um hann? Pétur svaraði, fyrir þeirra hönd: “pú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs”. (7). Höfðu þeir nýlega fengið þessa sannfæring? Nei, þegar í byrjun töluðu þeir um hann sem hinn fyrirheitna Messías. (Sjá Jóh. 1, 42. 46). (8). En í hverju var þá trú þeirra ábótavant? peir þektu ekki þenn- an Messías rétt — hvorki persónuna né embættið. Guðdóm frelsarans skildu þeir auðvitað ekki í byrjun, né heldur það, að ríki hans væri ekki af þessum heimi. En erviðast veitti þeim að skilja niðurlæging hans og fórnardauða. Jesús er í lexí- unni að leiða þá inn í helgidóm þessa sannleika, en þeir skilja hann ekki. Jafnvel Pétur hneykslast. (9). Hvað lærum vér af lexíunni? a. Mönnum hefir aldrei komið saman um það, hver Jesús væri. En allir kannast við mikilleik hans: lýður- inn, sem frá er sagt, fríhyggjumenn vorra tíma, Múhameðs- menn, Gyðingar, heiðingjar. Að hann hafi verið mikill, könn- uðust og kannast allir við. b. Trúin á Jesúm á ekki rót sína í mannlegri ímyndun, heldur í guðlegri opinberuii. c. pú getur trúað á Krist og elskað hann af öllu hjarta, og þó misskilið hann og málefni hans hörmulega, eins og Pétur. pér veitir ekki af allri æfinni til að kynnast honum, og það með því að þú hugsir stöðugt og alvarlega um hann og kenning hans. d. peg- ar þú getur af öllu hjarta sagt við Jesúm: “pú ert Kristur, son- ur hins lifanda Guðs”, þá getur hann sagt við þig: “pú ert klettur — og hlið heljar skulu ekki verða honum yfirstrekari.” Sá sem gefur sál sína algjörlega í Krists vald og trúir honum fyrir sér, hann er sterkur eins og bjargið. e. Sá, sem vill trúa Kristi fyrir sér, verður að treysta leiðsögn hans, og leiðin, sem hann gengur á undan þér, er ekki alt af slétt. En hún er þó auðfarin, ef þú fer hana með honum. (24. v. Sbr. Matt. 11, 29. 30). Verkefni: 1. Játningar postulanna um Krist. 2. Messí- asar-hugmynd þeirra. 3. Hvernig kristinn maður finnur líf sitt með því að týna því.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.