Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 27
247
VII. LEXÍA — 16. NÓVEMBER.
Sjónarvottar að dýrð Krists—Lúk. 9, 28—36.
Minnistxeti: pessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!
— Mark. 9, 7.
Umræðuefni: Sýnin á fjallinu. Til hliSsjónar: Matt. 17,
1—8; Mark. 9, 2—8; 2. Pét. 1, 16—18. (1). Hvar og hvenær
gjörðist þessi atburður? Hér um bil viku eftir samtal það, sem
skýrt er frá í síðustu lexíu. Fjallið mun hafa verið Hermon-
fjall, hár tindur, hér um bil níu þúsund fet yfir sjávarmál. pað
var skamt fyrir norðan Sesareu Filippí. (2). Hví tók hann að
eins þrjá postula með sér? Vér vitum það ekki, en af einhverj-
um ástæðum leyfði hann að eins þessum þremur að vera með
sér við viss tækifæri (Sjá Mark. 5, 37 og Mark. 14, 33). (3).
Hvað sáu þessir þrír þar á fjallinu? Frelsarinn ummyndaðist
og varð frábærlega dýrlegur fyrir augum þeirra. pað stóð
ljómi af andliti hans og klæðnaði. peir sáu tvo þjóna Drottins,
frá liðnum öldum, koma fram sýnilega og tala við hann. (4).
Hvað heyrðu þeir? Rödd Drottins, er sagði: “pessi er minn
útvaldi sonur, hlýSiÖ á hann!” (5). Hvaða vitni höfum vér
fyrir þessu? Guðspjallamennina Mateus, Markús og Lúkas;
einnig Pétur postula (,sjá hliðsjónar-kaflana), einnig Jóhannes,
sem vikur að þessum atburði í fyrsta kapítula guðspjalls síns,
14. versi. pað er: tvo af sjónarvottunum, og guðspjallamenn,
sem efalaust höfðu söguna beint eftir þeim. (6). Hvaða lær-
dóma færir lexían oklcur? a. Jesús var í návist föðursins, í
friði og kyrð hins mikl musteris—fjalla-salsins—, þegar ásjóna
hans ummyndaðist. Móses varð dýrlegur í einverunni á fjall-
inu, þar sem hann dvaldi með guði (2. Mós. 24, 12—18). Elías
fékk nýjan trúarstyrk, þegar hann í einverunni á fjallinu Horeb
leitaði Drottins. Tvent ummyndar sálu þína: tilbeiðslulíf og
lotning fyrir stórvirkjum Drottins í náttúrunni. Jafnvel and-
litssvipur þinn breytist við slka ummyndun inni fyrir. Láttu
ekki heimsglauminn taka þetta tvent frá þér b. Ef þú fylgir
Jesú með trú og dygð niðri á jafnsléttunni og í dalnum — inn-
an um mannfólkið, þá fær þú einhvern tíma að koma með hon-
um upp á fjallið og sjá dýrð hans þar. c. Orðin, sem heyrðust
úr skýinu, hafa inni að halda bæði trúarlærdóm og siðferðis-
boðskap kristindómsins: Jesús er sonur Guðs, hlýðum á hann.
Verkefni: 1. prjár ferðir þeirra þriggja með meistaran-