Sameiningin - 01.10.1919, Blaðsíða 30
250
um mannvirðingarnar — gátu ekki á sér setið á þessari hátíð-
legu stund, þegar frelsarinn var að hugsa um skilnaðinn og
píslirnar fram undan (sjá Lúk. 22, 24—27). Hann vildi sýna
þeim, að enginn er of góður til að þjóna, og sá er mestur, sem
bezt þjónar. (4). Hví vildi Jesús ekki hætta við að þvo fætur
Péturs? Postulinn hefir efalaust þurft lexíunnar við allrar
—þurfti víst að eiga endurminninguna uni það, að meistarinn
hefði þvegið honum um fæturna. (5). Hvernig á að skilja orð
Jesú um það, að sá væri allur hreinn, sem laugaður væri?
Sjálfsagt á að skilja þau á andlega vísu: Sé synd þín fyrirgef-
in, þá ertu allur hreinn fyrir Guði. Hjá honum er enginn hálf-
verknaður. (6). Hvaða hátíðisdagur er nefndur eftir þessu
verki frelsarans? Skírdagur. Hann dregur nafn af sögninni
“að skíra”, sem þýðir að hreisa eða þvo, af því að í katólskri
kristni hefir bókstafleg merking verið frá elztu tímum lögð í
áminning Jesú um eftirdæmið, er hann gæfi með fótaþvottin-
um. Á skírdag er það siður hjá katólskum, að stórhöfðingjar,
verzlegir eða kirkjulegir, þvo fætur tólf fátæklinga. (7).
Hvernig skiljum vér mótmælendur þessa lexíu frelsarans? Á
þann eðlilega hátt, að vér eigum að vera með sama hugarfari,
sem Jesús Kristur var, og ekki telja oss of góða til neinnar
hjálpar eða þjónustu, sem vér getum af hendi leyst. Kristin-
dómurinn gjörir alla þjónustu dýrlega. Stjórn og þjónusta
rennur þar saman í eitt — þjónustan ekkert annað en hjálp
eða aðstoð. Sá sterki þjónar hinum veika, sá vísi hinum fávísa,
sá heilagi hinum syndugu, sem þurfa frelsunar við. Valds-
maðurinn er þjónn laga og réttar, og um leið allra þjónn. pjón-
ustan því hið sanna aðalsmerki: vottur um þrótt, göfgi, dugnað
og viljaþrek. Að þiggja þjónustu, merki um það, að þú ert í
einhverju hjálparþurfi. pví minni hjálp, sem þú veitir öðrum
og því meira, sem þú lætur aðra hjálpa þér, því meiri veikleik
eða lítilmensku lætur þú um þig spyrjast. Mikilmennin hafa
öll þjónað; lítilmennin haf ætíð kepst við að láta aðra stjana
undir sig.
Verkefni: 1. Skírdagskvöld. 2. pjónsmynd Jesú. 3. Sam-
Jesú og Péturs á þessu kvöldi.