Sameiningin - 01.02.1920, Side 6
36
dregnar skopmyndir orðið að því daglega bi auði audans,
sem fréttablöðin gæða lesendum sínum á.
Þó eru til undantekningar. Blaðið Cliristian Science
Monitor var stofnað fyrir nokkrum árum í sviprðum
tilgangi og þeim, sem þessir Chicago-menn gjöra grein
fyrir í boðsbréfi sínu. Mary Baker Eddy, spákona
Christian Science hreyfingarinnar, hafði lítinn gáning á
dagblöðum landsins. Þau gáfu of mikið róm öllu því,
sem ljótt er og ilt í tilverunni. Ekkert þess háttar er í
raun og veru til, sagði Mrs. Eddy, það er alt saman sjón-
hverfing. Auk þess voru blöðin ekki sanngjörn í garð
þeirrar sérkreddu, sem lcona þessi barðist fyrir. Afleið-
ingin varð sú, að Mrs. Eddy stofnaði dagblað á eigin
býti. Atti það að flytja þarfar fréttir og uppbyggilegar,
en hafa hnevkslin út undan, og 'auðvitað að vera trú-
boðsblað þeirra Ssience-mamm uxn leið. Fyrirtækið hef-
ir hepnast, betur ef til vill, heldur en Mrs. Eddv sjálf
ætlaðist til. Christian Science Monitor flytur að sönnu
kórvilluna, sem blaðið er nefnt eftir, á vissri blaðsíðu
hvers eintaks, en þar fyrir utan er efnið heilbrigt og
gott, og sönn fyrirmynd í nýtri blaðamensku. Hefir
])ví Monitor fengið mikla útbreyðslu og er af mörgnm
óvilliöllum mönnum talið með allra nýtustu dagblöðum
B andaríkj ann a.
Það sem Christian Ssience gat gjört, ætti ekki að
vera ókleyft rétttrúaðri kristni. Yandinn er, að geta
borið á borð fyrir lesandan heilnæma fæðu, en um leið
svo fjölbreytta og bragðmikla, að almenningur vilji
kaupa.
Bcirnið og haðvatnið.
Newéll Dwight Hillis lieitir klerkur sem nú þjónar
Plymouth söfnuði í Brooklyn- Henry Ward Beecher
var einu sinni prestur þeirrar kirkju, og ýmsir merkir
kennimenn hafa þjónað þar síðan. Hillis lætur ekki
sitt eftir liggja í þeirri klerkaröð. Hann flytur ljóm-
andi ræður og íburðarmiklar, stundum um kristna trú.
Eins og aðrir tízku-sinnaðir menn í hans stöðu, þá tal-
ar Hillis forkunar-vel um kristindómin og höfund hans,
þangað til talið berst að einhverri grein í guðfræðmni.