Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.02.1920, Blaðsíða 10
40 þröngva fólkinu til að hætta við kirkjulegar hjóna- vígslur, en aðliyllast “ borgaralegan hjúskap”, það er að segja, skyndi-brullaup BolSjevika í staðinn. Þeir reyndu að afnema sunnudagshelgina fyrir þá sök, að sá dagur er heilagur haldinn í minningu um upprisu Jesú Krists. Skipuðu þeir, að mánudagur- iun skyld verða löglegur helgidagur, til þess að halda á lofti minning hinnar rússnesku stjórnarbyltingar. Þessi daga-skifti komust á um tíma þar í borginni. Þetta var byrjunin. Út yfir tók, þegar byltinga- rnenn þeir, er í útlegð höfðu verið, komu heim aftur. Þá byrjuðu ofsóknirnar fyrir alvöru. Biskupar nokkr- ir þar í Odessa og grendinni voru teknir af lífi, klerkar myrtir í hundraða tali, margir með hinum verstu mis- þyrmingum. Kirkjur vanhelgaðar og gjörðar að leik- húsum eða drykkjuknæpum. Klaustur voru rupluð, helgir dómar feldir niður og eyðilagðir, þar á meðal líkneski og myndir af Kristi sjálfum. Brauði og víni sakramentisins fleygt í sorpið, undir fætur. óspektar- manna. 1 stuttu máli, alt virtist á sömu bókina lært fyrir þeim Bol'sjevikum, er til kirkjunnar kom. Ilenni liöfðu þeir ekkert að bjóða, annað en blint hatur og of- sta'ki. Það er jafnvel gjört að glæp í liði þeirra, og hegning lögð við, ef hermaður tekur Iþátt í kristinni guðsþjónustu. Svo hljóðar frásögn prestsins. Efnið í henni og öðrum slíkum er alvarlegra en svo, að fram hjá því verði gengið hugsunarlaust. Þar má sjá liversu ótækt það er, að trúa einni stétt eða einum flokki fyrir gjör- völlu stjórnarfari nokkurs lands. Gjörir lítið til, hver sá flokkur er: ef hann verður algjörlega einn um völdin; þá verður freistingin of sterk, að beita ofbeldi við alt það sem er af öðrum sauðahúsum. Sú freisting er hættulegust valdhafanum sjálfum. Geti ekki Bolsje- vikar látið sér skiljast það að þrælatök ná aldrei til- gangi sínum, að engin heill getur staðið af því stjórar- fari, sem tekur fyrir kverkarnar á samvizku manna, þá fara (þeir á sínum tíma veg allra harðstjóra, og hringja áður líkklukkum yfir sjálfum sér. En til er önnur hlið á máli þessu, og henni megum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.