Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1920, Page 22

Sameiningin - 01.02.1920, Page 22
52 sem getur gert það sýnilegt. Og með anda sínum vill hann fá að komast að oss og hafa áhrif á oss, svo að merkið hans skýrist og fái að koma æ betur í ljós og allir geti lesið að við heyrum honum til. Ó, gerðu það, Drottinn! Við viljum vera þín börn, lífisins börnin þín og fá að sýna æ betur, að við séum það. En án þín getum við ekkert. Gefðu oss skírn þíns anda, svo að merki hins krossfesta komi í ljós hjá oss.—Amen. N.'S. Th. Dr. H. E. Jiaeobs, hinn alkunni formaður iúterska presta- skólans í Mt. Airy, Philadelphia, hefir nýlega gefið út bók um Gettysburg-ræðu Lincolns. Dr. Jacobs heyrði Lincoln flytja þessa frægu ræðu, var þá nemandi í Gettysburg. Bókin er mjög hugðnæm viðbót við þann bókafjölda, sem fjallar um Lincoln og starf hans og hugsjónir. Má hún eflaust teljast með því bezta af því tagi. Á síðustu árum hefir risið upp voldug vínbannshreyfing í Japan. Eiga trúboðarnir mikinn hlut í iþví að efla hreyfing- una, en auk þess er hún búin að ná tökum hjá fjölda af upplýst-' um Japanítum. Fyrirhugað er, að í Septembermán. á þessu ári fari að koma út í Chicago kristilegt dagblað. Blaðið verður alment fréttablað, en hugsunin er að útiloka úr því mikið af því, sem nú birtist í slíkum blöðum, og áreiðanlega hefir alt annað en kristileg áhrif. Harold Bell Wright, einn af bezt þektu skáldsagnahöfund- um í Ameríku, var prestur, eins og kunnugt er, áour en hann fór að gefa sig allan við ritstörfum. Er sagt, að byrjun til prestskapar hans hafi verið sú, að einn sunnudag kom ekki prestur sá, er flytja átti guðsþjónustu í kirkju þeirri, er Wright sótti. Tók þá hr. Wright að sér að ávarpa isöfnuðinn. Eftir það fór hann við og við að taka að sér að flytja guSslþjónustur, og varð síðan fastur prestur. Og samfara prestskapnum skrir- aði hann fyrstu bók sína. Bækur hans eru þrungnar af heil-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.