Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1920, Síða 24

Sameiningin - 01.02.1920, Síða 24
54 földu fé variö til hervarna, við það, sem áður var, og hvert ung- menni verður þá að inna af hendi herþjónustu í fjóra mánuði á ári frá 19 til 22 ára aldurs. Og á Bretlandi biður stjórnin um tvær biljónir dollara til hersins á ári, auk flotans. Á und- an stríðinu var fjárveiting til hersins þar um 150 milj. dollara á ári. — Hvaða sérstök nauðsyn kann að vera til þessa, vitum vér ekki, en oss finst þetta ált greinileg bending um þaö, að varanlegur friður er enn ekki vel trygöur, og að bættar friðar- iiorfur komast einungis á með því, að kristileg áhrif fái meira að njóta sín í stjórnarfari þjóðanna. Norðmaður einn, John Torkelson aö nafni, í Bode, Iowa, hefir gefið 700 dollara í rí'kisskuldabréfum til trúboðsstarfs norsku kirkjunnar í Ameríku, sem þákkarfórn fyrir þaö, að fá syni sína heim aftur úr styrjöldinni heila á húfi. pessi ummæli eru höfö eftir Col. E. M. House, trúnaðar- manni og ráðgjafa Wilsons forseta: “Vínbann í Ameríku leiðir af sér vínbann allsstaðar annarsstaðar fyr eöa seinna. Norðurálfan getur annars ekki kept við oss hér.” Siður hefir verið í mörg ár, að gefa hungruðum mönnum ókeypis jólamáltíð í Bowery trúboðsstöðinni í New York borg. Á síðustu jólum sóttu þá máltíð aö eins 400 manns, en áður hef- ir aðsóknin verið um 1,500 manns. Kunnugir þakka þessa breytingu aðallega áhrifum vínbannsins. Undir umsjón Ameríska biblíufélagsins er nýbúið að Ijúka við nýja þýöingu biblíunnar á kínversku. Hefir verið unnið að þessu verki í fjórðung aldar af hæfustu tungumála-mönnum meðal trúboðanna, með aðstoð læröustu Kínverja. þegar þess er minst, að fjórði partur mannkynsins býr í Kína, er augljóst hvaða þýðingu slík fullkomin biblíuþýðing hefir fyrir þjóðina. Ivostnaður allur við að undirbúa handritiö, nemur um 100 þús- und dollara. Merkileg biblía er til í Lundúnaborg. pyngd hennar er 1,500 pund, og iþegar hún liggur opin, er hún 7 fet og 10 þuml. þvert yfir opnuna. Biblían er skrifuð, en ekki prentuð, og hefir verið skrifuð af eins mörgum einstaklingum og versin eru í biblíunni, og hefir skrifað sitt versið hver, og sett nafn sitt við. Á meðal þeirra, sem skrifuðu, voru menn af öllum stéttum, verkamenn jafnt og biskupar. Tólf stór geitarskinn þurfti í bandið, sem er veglegt mjög.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.