Sameiningin - 01.02.1920, Síða 29
59
una til hennar, og Miss Evans ætlaöi varla að trúa sínum eigin
augum, að þetta væri Anna. Hún var svo ólík þvi, isem áður
hafði verið, af þVí að hún var með fallegan hatt á höfðinu,
hárið hennar var smekklega greitt og fötin hennar fóru vel, því
aldrei hafði neitt annað barn verið í þeim áður.
“Hvað er iþetta, Anna!” hrópaði Miss Evans upp yfir sig.
“Segðu mér ihvaS hefir komið fyrir, barnið mitt!”
“Ó, Miss Evans!” sagði Anna, og lagði báða handleggi um
háls kenslukonunnar. “prír dollararnir á mánuSi, sem þú
sendir til Frakklands, hafa komið því til leiðar, að eg fæ alla
æfi aS vera hjá móður minni! Eg hefi eignast foreldra! Eg
kem ekki framar í þennan iskóla, því við eigum heima í öðru
hverfi borgarinnar, en eg kom til þess að láta þig vita, aS nú
erum við ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til þess að
styrkja börnin á Frakklandi. pað á eg alt þér að þakka, og eg
get aldrei fullþakkaö þér það, sem þú hefir gjört fyrir mig.”
Og hún sagSi henni alla isöguna, hvernig þetta hafði atvik-
ast, og þakfcaði henni hvað eftir annað fyrir hvað hún hefði
verið sér góS.
“Nei, Anna mín,” sagði Miiss Evans, “þaS er ekki mér að
þakka, heldur því, hve góð stúlka þú ert og ósérplægin.”
En Anna heldur því enn fram, að hún eigi Miss Evans og
Mrs. Baoon þá miklu gæfu isína að þakka, að hún á nú góSan
föður og góða móSur, gott heimili dg bjarta framtíð.
--------o--------
Sunnudagsskóla-lexíur.
XI. LEXÍA. — 14. MARZ.
Jóhannes á e.vjunni Patmos—Opb. 1, 4—18.
Minnistexti: Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami
og um aldir.—Heb. 13, 8.
1. Úr hvaða riti er lexían? Úr Opinberun Jóhannesar —
síðasta riti nýja testamentisins. 2. Hver skrifaði þá bók? Höf-
undurinn var Jóihannes guðspjállamaður, eftir vitnisburði elztu
fræðimanna kirkjunar. 3. Hvert er efni bókarinnar? Höf-
undurinn segir frá vitrunum, sem bar fyrir hann á meðan hann
var í útlegð á eyjunni Patmos í Grikklandsahfi. 4. Hvað merkja
þær vitranir? pær eiga að sýna okkur íbaráttuna, sem kirkja
Drottins á í við myrkraöflin 'hér 'í heimi — hvernig Guð vernd-
ar kirkju sína í öllu þVí stríði, og veitir henni að lokum algjör-
an sigur. 5. Hverjir eru söfnuðirnir sjö (4. v.) ? Sjö kristnir