Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 33

Sameiningin - 01.02.1920, Qupperneq 33
63 þekti hann á undan auganu (;sjá 30. v.; Jóh. 20, 16; 21, 4—7). 8. Hvað gjörði Jesús, þegar hann kom til þeirra? Hann spurði þá hvað að Iþeim gengi, og leiddi þeim síðan fyrir sjónir, að þeir ætti að trúa spádómum ritninganna um dauða og upprisu frels- arans. 9. Hvað lærum við af fyrri hluta sögunnar (13.-27. v.) ? a. petta voru lítilsigldir lærisveinar og trúarveikir, og íþetta var hinn mesti dýrðardagur á hérvistartíð frelsarans. pó hafði hann tíma til að hjálpa þeirn, af því þeir þurftu hans við. Eng- inn svo syndugur, eða lítilmótlegur, að frelsarinn vilji ekki sinna honum. b. Trúin þeirra blakti eims og á skari, og Jesús gaf henni líf af nýju. par rættist, eins og æfinlega, spádómur- inn um hann: Hann brýtur ekki brákaðan reyr og slekkur ekki á rjúkandi hörkveik. c. Kærleikann áttu þeir eftir, en hann varð ekki að öðru en vonlausri hrygð, þegar trúin var farin. Svo fer fyr eða síðar um allar okkar helgustu tilfinningar, ef trúna vantar. d. Svoma fór fyrir þeiim, isegir Jesús, af 'því þeir voru svo tregir til að trúa Guðs orði. Látum okkur það að kenningu verða. 10. Hvað sögðu lærisveinamir, þegar þeir voru komnir alla leið? Báðu þennan samferðamann að gista hjá sér, af því það væri orðið framorðið. 11. Hvenær þektu þeir hann? peg- ar hann var kominn inm til þeirra, sat til borðs með þeim og “blessaði brauðið”, eða flutti borðbænina. 12. Hvað gjörðu þeir þá? peir fóru samstundis til Jerúsalem aftur, þótt nótt væri, og sögðu postulunum frá þessu. En Pétur var þá þegar búinn að sjá hann. 12. Hvað lærum við af þessum síðari hluta (28.—35. v.) ? a. Jesús lét þá ekki þekkja sig undir eims, 'held- ur notaði heilaga ritning til að rétta við trú þeirra. Sömu leið- ina eigum við að fara, ef við viljum eignast meiri trú. b. peg- ar æfideginum hallar, þurfum við að eiga Jesúm með okkur, —- en hann getur nú þegar verið að kvöldi kominn. c. Við lærum að þekkja frelsarann, þegar hann fær að vera til heimilis hjá okkur og blessa líf okkar eins og hann blessaði brauðið. d. Jesús átti öll upptökin að trúarlegri viðreisn þessara manna. Hann kom til þeirra, ihann spurði þá. Hann kendi þeiim ritn- ingarnar. Hann blesisaðii brauð þeirra og lét þá þekkja sig. e. Hér er gleðiefni páskanna: Hryggir í huga og á leið burt frá borginni helgu; það er myndin af kristnnm mönnum, þegar þeir glata upprisu-trúnni. Á leið til hinnar helgu borgar, frá sér numdir af heilögum fögnuði; það er myndin af kristnum mönn- um, þegar þeir eignast örugga vissu um upprisu frelsarans. HERMANN S. ARASON. Hann andaðist að Rochester, Minn., aðfaranótt 2. Febr. síð- astl., réttra 36 ára. Hann var fæddur í Argýle-bygð 1. Febr.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.