Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 18
114
greindu: pessir menn eru sviftir atkvæðum jafnt fyrir því,
þótt þeir kunni að framleiða þarfar vörur með stritvinnu. Lið-
ur þessi Ihefði rekið þá frá kjörrétti báða, séra Jón Bjarnasun
og séra Friðrik Bergmann, þótt fáir hafi verið meiri eljumenn
með Vestur-íslendingum. Og jafnvel þótt Iþeir hefði gefið frá
sér lærdómsiðkun, ritstörf og sálgæzlu, en tekið upp einhverja
handliðn, þá hefði það ekkert stoðað, af því að þeir voru prest-
vígðir menn og fóru með andlegt orð á hélgum.
Einn liður er þó merkilegastur í þessari fáránlégu grein;
hann kórónar alt hitt, sem á undan er komið. Sá liður tekur
atkvæðin af öllum þeim, sem sovetin svifta borgararétti fyrir
eigingjörn eða óheiðarleg afbrot, og skulu þeir vera án þeirra
réttinda svo lengi sem dómurinn ákveður” (65, g). Her er
ekkert um það sagt, hverjar þessar “eigingjörnu og óheiðar-
legar” sakir skuli vera. Sovietin geta skýrt þann lagastaf eftir
vild og ástæðum. Liðurinn er því auðsjáanilega til þess ætl-
aður, að bola frá kjörétti öllum þeim mótstöðumönnum Lenines,
sem önnur ákvæði ná ekki til. Bolsjevikar hafa sovietin á sínu
bandi, sem sagt, og haga öllum þessum áðurgreindu laga-liðum
á þann veg, að bolsjevisminn geti framvegis orðið þar einn um
hituna. En ef svo skyldi fara, að einhverjiir af sovieGmönnum
yrði óánægðir með stjórnarfarið, þá ráðið handhægt. pað þarf
ekki annað en dæma þá þrjózkuseggi seka um einhver “eigin-
gjörn og öheiðarleg afbrot,” og svifta þá öllum borgararétt-
indum. Á þann ihátt rná skera niður allan mótþróa gegn Bol-
sjeviikum, jafnóðum og á honurn bryddir í sovietunum.
pað liggur fyrir utan verkahring Sameiningarinnar, að
halda fremur með einni stjórnmálastefnu en annari. En úr
því að borin var brigð á ummæli vor um einræði Bolsjevika, þá
fanst oss réttast að segja af þeim hlutum hið sannasta, isem vér
vissum. Geta svo lesedur sjálfir dæmt um það, hvort þessi
þröngi kjöréttar-bás hjá soviet-mönnum, sé betri en svigrúm
það hið stjórnarfarslega, sem talið hefir verið með aðal-kostum
þjóðlifsins hér í Vestuiheimi.
G. G.
Eg af krossi Krists mig stœri.
(pýðing)
Hinn víðfrægi enski sálmur, “In the Cross of Christ I
Glory”, er eftir göfugan Englending, Sir Jöhn Bowring. Á
æskuskeiði var hann, að sögn, vantrúaður. Mælt er, að hann
hafi eitthvað kunnað í íslenzkri tungu. — Til er fremur lausleg