Sameiningin - 01.04.1921, Side 4
f
100
lega vísu: Þuð var afliS, sem öllum öflum er sterkara
hér á jörð — máttur samvizkunnar. Þ.jóðin hafði sann-
færst um það, að vínverzlunin væri til og óhetranleg, og
ætti 'því engan tilverurétt, og fyrir þeirri sannfæriug
'hlaut ófögnuður ]>essi að víkja fyr eða síÖar, þótt illur
væri viðfangs. Hún er kraftmikil og þrautseig, sam-
vizkan í heilli þjóÖ, lieilum mannflokki, þegar hún á
annað iborð er vöknuð. Þótt húu sé tæld með fagurgala,
þögguð niður með oflbeldi, beitt svikum, vanvirt og höfð
að 'Spotti, eða dregin á langinn með alls konar undan-
brögðum kynslóð eftir kynslóð, þá lætur hún aldrei und-
an, fyr en hún hefir haft sitt fram. Ekkert stórveldi
heimsins er eins ö'flugt og ósigrandi eins og samvizkan.
Fyrir því hefir kirkjan dafnað á síðasta áratug, en
knæpasn orðið undir. í seinni tíð hafa þjónar kirkjunn-
ar verið óhræddari við að láta til sín taka 1 þjóðlegum
siðferðismálum, heldur en stundum áður. Þeir hafa
yfirleitt uunið að ])ví að vekja réttlætis tilfinning þjóð-
arinnar til sóknar gegn ýmsum almennum löstum, og
þar á meðal áfengisbölinu. AuðvitaÖ hefir kristna menn
greint á um aðferðir, en samvizkunnar megin hafa þeir
fylkt sér, í þessu máli og mörgum öðrum, ]>ótt ekki væri
þeir allir jafn-ötulir eða líkum vopnum búnir. Þennan
trúleik, þótt ófullkominn væri að mörgu leyti, hefir
Drottinn launað margfaldri blessun, eins og sagan sýnir,
en stórveldið, sem hugðist að bera samVizku lýðsins
ofurliði og jafnvel steypa kirkjunni, ef hún hefði sig
ekki hæga, það féll á ofstopa sínum fyr en nokkurn
varði.
Eftir þessu eiga þjónar Drottins að hugsa í fram-
tíðimni. Lestir og rangindi eiga enn eftir mörg öflug
vígi í heimi þessum, Samvizkur manna þurfa bæði
vakningar og stuðnings í öllum þeim málum, sem snerta
siðferÖi þjóðarinnar og andlegt líf. Sum þeirra eru þeg-
ar komin á dagskrá; öðrum dreymir fólkið naumast 'fyr-
ir enn, því að “mentin er löng” á þeim sviðum. Kirkjau
á að vinna eindregið að þessu verki. Ekki s\To, auSvit-
aS, aS hún yfirgefur fagnaSarerindiS og taki aS vasast í
eintómum veraldar-málum; því síSur mega þjónar henn-
ar verða æsingamenn eða rægja eina stétt við aSra. Þess