Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1921, Side 24

Sameiningin - 01.04.1921, Side 24
r 120 að færa okkur í nyt alt 'þaS góða og háfleyga, seni viö nú þegar sæjum aö hin brosandi framtíS vildi rétta aS okkur, og að við mættum vinna saman í bróðerni með alúð og óbifanlegu trausti á sigur sannleikans. Það er víst ekki þýðingarlítið fyrir frarn- tiðina, að Jóns Bjarnasonar skóli dregur saman, í þessurn anda og með þessu augnamiði, hina uppvaxandi íslenzku kynslóð i Vesturheimi. Nokkrir voru á skólanum úr mínu bygðarlagi, og sumum þeirra kyntist eg fyrst verulega þar. í> að bezta í okkur, ef við annars áttum nokkuð, sem svo mætti kalla, hlaut að koma fram, undir áhrifum slíkra kennara. Og eins lærðum við að þekkja og virða nemendur úr öðrum bygSarlögum; og við fundurn svo innilega til þess, að við erum öll systkini, og að þaS, sem sérstaklega átti aS tengja okkur saman, var íslenzkt þjóðemi og kærleiksríkur kristindómur. Nú vil eg spyrja: Væri þetta hægt i enskum skóla? Þeirri spurning get eg svaraS hiklaust, því að eg hefi reynt það sjálfur síðan: Nei, það 'er ómögulegt. Við lærðum íslenzku á skólanum, og sá lærdómur var sér- staklega mikils virði, vegna þess, að viS fundum þar alt af sam- eiginlega til þess, að viS erum af islenzku bergi brotin, og að með því að læra íslenzku, vorum við að læra að lesa okkar eigin hjörtu. Það tengdi okkur nánar saman; og roSinn, sem stund- um færðist í kinnarnar, þegar viS lásum íslenzk ljóð og ís- lenzkar sögur, ibar þess ljósan vott, að íslenzkt blóð, blóðið Gunnars og Njáls streymir enn í okkar æðum, þótt við fáum ekki litið ■— nema í anda — íslenzkar hlíðar og hóla. Og þetta vona eg að veröi, Á meðan Hekla hefir bál aö bjóöa og brýzt fram nokkur foss um jökulslóð. Og ástin, sem við berum til fósturlandsins væna, sem svo vel hefir tekiö á móti okkur og vafið okkur verndarörmum, hún eykst viS þaS, að hér skulum vér hafa tækifæri til aS njóta arf- leiföarinnar íslenzku líka; og við finnum, að fósturlandiS krefst þess, að við varðveitum þennan arf, og rækjurn þakklætisskyldu okkar viS Canada, og leitumst við að verða meiri menn og kon- ur og listfengari og mentaðri borgarar. sakir auðuga móöur- málsins okkar, í stað þess að kasta því frá okkur. Á Jóns Bjarnasonar skóla varð okkur það ljóst, að íslenzkan er dýrmæt gjöf Guðs til allra þeirra, sem af íslenzku bergi eru brotnir, og aS það er skylda okkar fyrir GuSi, og skylda viS þetta ’land, að ávaxta það pund, sem GuS hefir gefið okkur, en ekki að grafa það í jörðu.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.