Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1921, Síða 12

Sameiningin - 01.04.1921, Síða 12
r 108 nema þegar “blíðast og bezt er veðriö", er enginn kennari. Ekki heldur sá, sem fer í skemtiferð um sunnudagsskólatímann og lætur sig vanta af þeim ástæöum. Sama má segja um þann kenn- ara, sem situr Iheima yfir aökomufólki fremur en aö fara i sunnudagsskólann og sinna starfi sínu. Raunar er sem næst sama, af hverju ótrúmenskan stafar. Hún má alls ekki eiga sér stað. Sunnudagsskólakennarinn má til aö vera um fram alt trúr. H'ann verður að vera jafn trúr og hermaður, sem settur er til að hafa varðgæzlu á hendi. Og sunnudagsskólakennarar, bæði karlar og konur, er striðsfólk Jesú Krists. Heragi er þar þó enginn í venjulegum skilningi, en hins vegar mikil áherzla lögð á trúmenskuna. Allir muna eftir orðum meistarans JMatt. 25, 2,) : “Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ — iÞetta er sagt við þjóninn, sem tekið hafði við fimm talentum og ávaxtað þær um aðrar fimm. N'ákvæmlega sömu 'hrósyrðin eru sögð við þjóninn, sem hafði tekið við tveim talentunum og grætt ihafði aðrar tvær. Honum hafði verði selt minna í hend- ur en hinum og það miklu minna, en hann reyndist honum jafn snjall í trúmensku og fær þess vegna sama hrósið og sömu laun- in og sá, er meira hafði þegið. Sunnudagsskólakennarar eru, sem vita má, ekki allir jafn-miklir kennarar. En þeir, sem minna hefir verið í hendur selt einnig til þess starfs, geta verið jafn trúir þeim, er meira hafa þegið. Þeir geta sett sér og fylgt þeirri reglu, að láta sig aldrei vanta í sunnudagsskólann, nema ■fcein og óviðráðanleg forföll hamli. 1 öðru lagi þarf sunnudagsskólakennari að vera trúr í því, að koma undirbúinn í s'kólann. Sá undirbúningur er tvenns- konar. Fyrra atriðið, að hann hafi íhugað lexíuna vandlega og viti því hvað hann ætlar að kenna. Hafi hugsað sér, hvernig lexían komi að sem mestu gagni, og hafi kynt sér skýringar þær, er nauðsynlegar eru. Þetta lýtur alt að því, að gera lexíuna skýra og skiljanlega. Hitt atriðið er um 'hjarta undirbúning kennarans. Kennarinn verður að vera vistfastur í heimi bæn- arinnar. Bænarlaus kennari ekki til neins. Bænarlítill kennari til lítiis. Bænarinnar fólk er í rauninni það eina fólk, sem til nokkurs er hæft í sunnudagsskóla. Skarpleiki og skólamentun vega ekki á móti lifandi trúarlífi og innilegum bænaranda, þeg- ar kemur til þess að kenna í sunnudagsskóla. í þriðja lagi má sunnudagsskólakennari til að reynast trúr í því, sem er höfuðatriði í allri sunnudagsskóla starfsemi, hvar sem er í heimi, nefni'lega því, að leiða hugi og hjörtu hinna ungu til Jesú Krists. Alveg sama hver lexían er, eða hvar hún er

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.