Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 19
1
115
Almenn kirkjutíðindi.
Látnir eru 'nýlega tveir nafnkunnir kirkjumenn í B'anda-
ríkjunum. Gibbons kardínáli, sem var æðsti embættismaöur
katólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum, andaöist í Baltimore í
Maryland-ríki nálægt mánaðamótunum síðustu. Stórmerkur
maður og vinsæll. Hann hafSi sex um áttrætt, íþegar hann lézt.
— Litlu fyr ihaföi látist dr. Frank W. Gunsaulus, fyrrum lengi
prestur í Central Congregational kirkju í Chicago-borg og síöan
skólastjóri viö iðnfræðastofnun þá, sem auömaðurinn P. D.
Armour kom á fót þar í horginni fyrir nokkrum árum. Dr. Gun-
saulus var ræðusnillingur mikill og rithöfundur, nokkuö óá-
kveðinn í guðfræði, en áhugamaður mikill um veraldleg umbóta-
mál og þjóðkunnur á síðustu árum fyrir dugnað sinn á því sviði.
Hann var nafntogaður meðal annars fyrir einhverja þá arð-
mestu ræðu — í peningum reiknað — sem flutt hefir verið úr
stóli í allri sögu kirkjunnar. Það var áskorun um hjálp fyrir
fátæk börn borgarinar og gaf hún í aðra hönd ekki minna en
tvær miljónir og átta hundruð þúsund dollara í samskotum til
þeirrar starfsemi. Dr. Gunsaulus var ekki gamall maður; mun
hafa verið tæpra 65 ára.
Kirkjufélag Meþodista í New York ríki samþykti nýlega,
eftir nokkurt vastur að því er virðist, að veita leikmönnum rétt
til aö sitja á kirkjuþingum. Munu víst all-flest kirkjufélög mót-
mælenda hér i álfu skipa þing sín bæði prestum og leikmönnum
nú orðið; en það er fáheyrt, að leikmenn sé í meira 'hluta á kirkju-
þingum, eins og jafnan á sér stað í kirkjufélaginu íslenzka.
Leiklhúsum hefir verið haldið gal-opnum helga daga jafnt
sem virka víðast í stórborgum Bandaríkjanna, svo sem kunnugt
er. Sama mun eiga sér stað allvíða á meginlandi Norðurálfu.
En með Bretum er sunnudagshelginnar aftur miklu beíur gætt;
skemtanir ha'fa þar í landi verið takmarkaðar mjög á helgum alt
að þessu, og leikhúsum ötlum lokað nema kvikmyndakompum.
Nýlega kom þó til tals á Englandi, að opna leikhús alla daga
jafnt; en leikenda-félag öflugt setti sig uppi á móti þeirri ný-
breytni, enda hefir hún ekki náð fram að ganga, enn sem komið
er. Leikendur í Lundúnum kappræddu máliö á opnum fundi,
og báru síðan undir atkvæði tilheyrenda, og féllu þau svo, að
rnikill meiri hluti var á móti sunnudags-sjónleikjum — þar á