Sameiningin - 01.04.1921, Blaðsíða 17
113
farinn í andliti, svipmikill og undireins góömannlegur; bar alt
útlit hans vott um góðan og göfugan mann. Hann var mikill
maSur vexti, hár og gildur að sama skapi, vel vaxinn og karl-
mannlegur og fjörmaöur mikill. Mátti svo að orði kveða, að séra
Eiríkur væri allra manna íhermannlegastur á velli. f framgöngu
þótti mikiö aö honum kveða; sópaSi aö honum hvar sem hann
var staddur, hvort heldur á heimilinu, í kirkjunni, eða á mann-
fundum. Klerkur var séra Eiríkur góSur, einn af hinum betri.
Voru ræSur hans skýrar og skörulega fluttar, svo aS enginn
þurfti aS dotta, sem sat undir ræSum hans. Raddmaöur var
hann mikill og sketmtilegur fyrir altari.
ÞaS sem :þó einkendi séra Eirík rnest, voru manndygöir
hans, drenglyndi, göfugmenska og mannúS; jafn viS alla, bæði
æSri og lægri; ávalt reiSubúinn aS gjöra hvers manns bón og leysa
vandkvæSi manna. ÞaS bar ekki all-sjaldan viS, aS hann gat
ekki gjört bónina sjálfur, en útvegaði þá hlutinn hjá öSrum, sem
um var beöiS ; enda fundu menn s'kyldu sína aS neita honum ekki
um neitt, sem hægt var aS veita.
f framkomu var séra Eiríkur ör í lund, glaSlyndur og hinn
skemtilegasti í viðræSum. HafSi hann einkennilegan málróm,
harðmæltur, skýr og djarfur. Hann var algjörlega laus við stolt
og yfirlæti; gjörSi engan greinarmun á mönnum; jafn ljúfur og
kátur viS alla. Var það eitt meðal annars, sem jók á vinsældir
hans. — Á heimilinu var séra Eiríkur gleSimaSur mikill og hibýla-
prúSur, og alt af jafn, hvernig sem ástæöur hans voru. Gestrisni
hans og alúö viS aSkomumenn var viS brugðiS. GjörSu þau
hjónin, sem voru saman valin aS rausn og höföingsskap, alt sem
auðiS var til aS láta gestum sínum líða sem bezt. Var þaS gild
regla séra Eirikts, er vinir hans og kunningjar heimsóttu hann,
aS hann tók reiShest sinn og reið á veg með gestum sínum langar
leiðir. Var þá oft sprett úr spori. Sjálfur var hann hestamaS-
ur mikill.
Þegar eg les um rausn og stórmensku forfeöra vorra, þeirra
er ágætastir voru og mestir höföingjar, dettur mér ávalt í hug
séra Eiríkur Gislason.
Þessar endurminningar geymir einn af fornvínum séra
Eiriks hér fyrir vestan hafið, og álítur sá hinn sami, aS ættjöröin
hafi við fráfall hans mist einn af sinum beztu sonum, sem alla
sína tíð var iandi sínu og stööu til sóma.
S.J.
o-