Sameiningin - 01.04.1921, Page 13
1
109
tekin úr ritningunni, hún verSur a5 vera sett í eitthvert sam-
band við Krist. Bezt aö þaö samband sé sem beinast og sem
nánast. Venjulega er þetta auövelt. Alt gamla testamentiö er
undirbúningur undir komu Krists. Alt nýja testamentiö segir
frá komu og fagnaöarerindi 'hans. Vandinn er vitanlega eng-
inn, aö því er samband snertir, þegar lexian er úr nýja testa-
mentinu. Sambandiö viö gamla testamentis lexíurnar liggur
ekki eins beint við. Alt um það getur sá, er temur sér þá kenslu
aðferð, aö láta bverja einustu lexíu leiöa talið aö Jesú Kristi,
1 æfinlega náö í eitthvert sam'band. Segjum t. d. aö lexían sé um
Davíð og Golíat- Það eru tveir menn, sem berjast. Annar sigr-
ar, en hinn fellur. Þegar lexían er útskýrð fyrir smádrengja
'‘klassa” og litlu -piltarnir eru búnir að skilja alla málavöxtu,
þykir þeim vænt um, að Davíð, drengurinn, er ómeiddur og sigri
hrósandi, en risinn brokafulli liggur fallinn. Gæti maður þá
sagt eitthvaö á þessa leið við litlu drengina: ‘‘Jæja, drengir
mínir, enginn er eins mikill og góður eins og Jesús. En hvor
þessara tveggja, sem þarna börðus.t, er samt ofurlitið likur
Jesú? Þaö mundu allar hendur vera á lofi. Jafnvel minsti
hnokkinn þættist undir eins sjá, aö það væri Davið. Kæmi þá
til kasta kennarans, að sýna, eða það sem betra er, ef hægt er,
láta drengina sjálf finna, að hverju leyti það sé, nefnilega, aö
Davíö er auðmjúkur og hógvær, treystir Guði afdráttarlaust o.
s. frv. Risinn aftur á móti hrokafuliur sjálfbyrgingur, sem
treystir einungis á sjálfan sig. Út frá þessu má sVo koma með
hverja góða lexíu úr kenning eða lífi Jesú sem kennaranum sýn-
ist við eiga, eða góð og nauðsynleg sé fyrir litlu drengina.
iÞannig má fara með bverja einustu gamla testamentis lexíu.
Það má láta þær allar enda á einhverju mikilvægu úr lifi og starfi
eða kenningu Jesú Krists, svo aö hann, frelsarinn sjálfur, veröi
það stóra og mikla í lexíunni, hver svo sem ihún er og livar sem
hún er tekin úr Guðs orði.
“Þannig líta menn á oss svo sem þjóna Krists og ráðsmenn
yfir leyndardómum Guðs. Hér er þess að öðru leyti krafist af
ráðsmönnunum, að sérhver reynist trúr.” Þannig byrjar post-
ulinn trúi og mikilvirki 4. kap. í fyrra Korintubréfinu. Látum
oss, systur og bræður, reynast trú. Fyrst með því, að sneyða
ekki hjá sunnudagsskólastarfinu, heldur gefa oss við því; og
svo, með því, að rækja starfið eins vel og samvizkusamlega, sem
oss er frekast unt.
■0-