Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1921, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.04.1921, Blaðsíða 2
98 Skólinn. 1 ungmennadeiMinni liér í blaðinu birtist að þessu sinni grein eftir lir. A. R. Magnússon, námsmann efni- legan, sem stundaði nám í tvo vetur eða fleiri á Jóns Bjarnasonar skóla. Eru það endurminningar lians frá þeirri tíð, er hann naut skólans við, og jafnframt vitn- isburður um nytsemi þessarar íslenzku og lútersku mentastofnunar. Greinin er eftirtektarverð fyrir þá sök, fyrst og fremst, að þar vitnar maður, sem sjálfur hefir notið á- hrifa skólans. Flestalt, sem skrifað hefir verið um skólann fram að þessu, eru rök og upplýsingar fullorð- inna, sem auðvitað fara nærri um nauðsyn slíkrar stofn- unar, og eru kunnugir starfinu, eins og t. d. skólastjóri sjálfur. En þó getur enginn þeirra dæmt um gildi skól- ans af eiginni reynslu, á sama ihátt eins og nemendum- ir. “Greindur nærri getur, en reyndur veit þó betur. ’ ’ Sameningin vildi því færa lesendum sínum upplýs- ingar um þetta mál frá sjónarmiði nemendanna, og varð höfundurinn fúslega við þeirri áleitan vorri. Ætti nú fólki voru að vera það enn ljósara en áður, hvílíkt lið er að fyrirtæki þessu til eflingar ikristinni trú og íslenzk- um menningararfi, og það þrátt fyrir efnaleysið og aðra örðugleika, sem skólinn hefir liaft við að stríða frá byrjun. Ritgjörðin ber það einnig ljóslega með sér, að upp- rennandi kynslóðin vestur-íslenzka hefir enn ekki með öllu orðið slitin frá ættstofninum — að hún getur enn iært að meta og skilja heilagar hugsanir feðra sinna á frummálinu, þvingunarlaust, sjálfri sér til mikils gagns og ánægju.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.