Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1921, Síða 30

Sameiningin - 01.04.1921, Síða 30
126 IX. LEXÍA — 29. MAÍ. Hvernig við eigum að kristna nágrennið—Lúk. 10, 25-37. MINNIST.: Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein; þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins—Róm. 13, 10. v. Hvaða menn voru lögfræðingarnir? Þeir voru guSfræS- ingar, sem lögðu sérstaka stund á lögmál Móse. 2. Um hvað spurði lögvitringurinn Jesúm? HvaS hann ætti að gjöra, til að eignast eilíft lif. 3. Hverju svaraði Jesús? Hann sagði lög- vitringnum að fara með æösta iboöorSið í lögmálinu. 4. Hver er sá lögmáls-kjarni? Við eigum að elska Guð af öllu hjarta, og náungann eins og sjálfa okkur. 5. Hvað sagði Jesits, þegar maðurinn fór með þetta boðorð? Hann sagði: Gjörðu þetta, og þá muntu lifa. 6. Getum við þá orðið hálpin fyrir lögmáls- verkin? Nei, af því menn gjöra ekki þetta, sem lögmálið heimt- ar. Enginn syndugur maður hefir .nokkurn tíma uppfylt kær- leiks-skylduna. 7. Hví sagði þá Jesús þetta? Fyrst og fremst af því það var sannleikur. Ef við héldum alt lögmálið, þá yrð- um við hólpnir fyrir lögmálsverkin. I öðru lagi þurfti maður- inn, eins og við öll, að kannast við iþað, að hann væri syndugur við lögmálið áður hægt væri að sýna honum náðarleiðina til Guðs ríkis. 8. Vildi lögvitringurinn kannast við það, að hann vœri brotlegur? Nei, hann vi'di réttlæta sig, og spurði: “Hver er þá náungi minn?” Hann hafði ekki auðsýnt öllum mönnum kærleika, og vildi því takmarka boðorðið, svo að hann gæti talið sjálfan sig fullkominn. T. Hvernig fór Jesús að leiðrétta þessa villu? Hann sagði, honum söguna af miskunnsama Samverj- anum, til þess að sýna honum, að kærleiksskyldan nær til allra manna. 10. Hví lcetur Jesús prestinn og levítann ganga fram hjá særða manninum? Til þess að sýna Gyðingum þessum—og okkur öllum—hvað ljótt það er að þykjast guðrækinn, og ganga svo fram hjá þeim, sem bágt eiga. 11. Hví lætur lmnn Sam- verja gjöra miskunnarverkið? Gyöingar hötuðu Samverja mest allra manna. Jesús vildi benda lögvitringnum á það, að jafnvel fyrirlitinn Samverji væri nær Guðs ríki, heldur en rétttrúaðir Gyðingar, þegar sá útlendingur ihlýddi kærleiks-boöorðinu, en þeir ekki. 12. Hvað varð svo lögfræðingurinn að kannast við? Að jafnvel fyrirlitnir Samverjar gæti og hefði reynst góðir ná- ungar nauðstaddra Gyðinga. 13. Hver var svo áminningin, sem frelsarinn gaf honum að síðustu? “Ear þú og gjör'þú slíkt hið sama.” —• Það er að segja: Ef Samverji getur verið þér góður náungi, iþegar þú ert í nauðum staddur, þá vertu líka ná- ungi hans, þegar hann þarf þinnar hjájpar við. 14. Hvað lær- um við af þessu? a) Við eigum að auösýna öllum mönnum kær- ’leika, hvort sem þeir eru kristnir eða ókristnir, vinir eða óvinir, eöa hverrar þjóðar sem þeir eru. b) Við eigum að líkja eftir Samverjanum: fyrst að vera aðgætnir, svo að við tökum eftir bágindum annara; þar næst að telja ekki eftir okkur að hjálpa.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.