Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1921, Side 23

Sameiningin - 01.04.1921, Side 23
vinnur aö dreifingu í okkar fámenna þjóöarbroti, stendur hinu lofsveröa 'Þjóöræknisfélagi fyrir vexti og viögangi. “Láttu Guös hönd þig leiöa hér, Lífsreglu halt þá beztu; Blessaö hans orö, sem boöast þér, 1 'brjósti og hjarta festu.” Þessi látlausu játningarorö eru blaöi voru kærkomin. Einnig þökkum vér ástsamlega fyrir vingjarnlegt bréf, sem fylgdi greinarkorni þessu. Fögur og kristileg er sú ósk höf- undarins, aö flokkarnir, sem mynduðust út úr klofningi kirkju- félagsins árið 1909, mætti ræða um trúarskoöanir sínar í bróð- erni og gjöra sér far um að komast eftr iþví, hvort trúarágrein- ingurinn ristir svo djúpt, sem þeim fanst, þegar leiöir skiftust. ---------------------------------o----------- | FYRIR UNGA FÓLK.IÐ. ! Endurminningar frá Jóns Bjarnasonar skóla. Eftir A. R. Magnússon. “ Eg hristi snöggvast af mér dimman dofa, 1 djúpið liðins tíma berast læt; Þá sé eg fyrir björtum röðli roöa Og rjúfa þögn eg heyri sönglög mæt.” Jóns Bjarnasonar skóla minnist eg ávalt með klökku og þakklátu hjarta; meö söknuði yfir því að hafa ekki getaö notiö hans lengur, og með glöðum huga, þegar eg hugsa til þess, að hann á eftir aö gjöra það sama fyrir svo marga aðra, sem hann -gjörði fyrir mig og fyrir okkur öll, sem þar áttum samleið á ferðalagi okkar í gegn um lifið. Fyrst af ötlu og ávalt með hjartans þakklæti og djúpri virðingu, minnist eg skólastjórans, sem leiðibeindi okkur svo vel og okkur þykir svo vænt um; og eins hinna kennaranna, sem þá hjálpuöu til að gjöra þann tíma, sem eg naut skólans, svo frábærlega skemtilegan og nytsaman. Okkur er það vist öllum minnisstætt til þessarar stundar, hvað hin hjartanlega alúö og hreinskilni skólastjóra hafði góö og mikilvæg álirif á okkur undir eins fyrsta daginn, þegar hann með hlýju brosi bauð okk- ur öll velkomin og fét í ljós þá ósk sína, að okkur mætti hepnast

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.