Sameiningin - 01.04.1921, Side 29
125
i. Um hvað er fyrsti kaflinn í textanum? H'ann segir frá
atviki, sem gjöröist í húsi þeirra Maríu, Mörtu og Lazarusar,
þegar Jesús einhverju sinni var gestkomandi á heimili þeirra.
2. Hvernig er saganf Marta lagöi á sig mikiö ómak og áhyggj-
ur út af gestunum, því aö hún vildi taka vel á móti þeim, en
María var hugfangin af oröum Jesú, og settist við fætur honurn
tii þess aö missa ekki af neinu, sem hann sagði. Þetta líkaöi
ekki Mörtu, og vildi hún aö meistarinn segöi Maríu að hjálpa sér.
3. HvaS sagSi Jesús? “Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og
mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María hefir valið góða
hlutann, og hann skal ekki verða tekinn frá henni.” 4. Hvaö
lccrum viS af sögunni? a) Við eigum að bjóða Jesú heim til
okkar. Heimilið er ekki kristið, nema við höfum hann hjá
okkur á hverjum degi. b) “Eitt er nauðsynlegt”, og það er, að
hiýða á Krist og læra af honum. Þetta verður að sitja í fyrir-
rúmi fyrir öllu öðru. Við megum ekki vera svo önnum kafin
við veraldlegt umstang og áhyggjur, að við vanrækjum lestur
Guðs orðs og iðkun bænarnnar á heimilum okkar. c) Það er
ágætt og sjálfsagt að þjóna Kristi, eins og Marta vildi gjöra, en
þjónustan er ekki góð, ef við gefum okkur ekki tíma til að
hlýða fyrst á orð hans og læra af honum. d) Marta var ekki að
eins önnum kafin; hún var “áhyggjufull og mæddist” við þjón-
ustuna. Jesús varar okkur við áhyggjum, og einmitt á vorri
tíð þarf kristið fólk að rnuna eftir þeirri viðvörun; því að nú
er lögð svo rnikil áherzla á starfið, en miklu minni á tilbeiðsluna
(^Sjá Matt. 6, 25. v.). Við eigum að gæta þess, að enginn getur
starfað vel. til lengdar, nema hann endurnærist í návist frelsar-
ans. e) Þegar við förum að dæmi Maríu heima hjá okkur, þá
veljum við “góða hlutann”, þá ríkir unaður, ást og friður á heim-
ilinu, en fólkið losast við metning, vastur og þras, sem gjörir
lífið leitt. f) Ef við höldum okkur að frelsaranum, þá kjósum
við það hlutskifti, sem enginn getur tekið frá okkur ("Sbr. Róm.
8, 35- v.). 5. HvaS lœrum viS af miSkaflanmn? Þótt Jesús
væri Guðs sonur, þá var hann í barnæsku hlýðinn sínum jarð-
nesku foreldrum. Börnin eiga að vera dygðug og hlýðin eins
og hann, til þess að þau geti þroskast að aldri og vizku, og náð
!hjá Guði og mönnum. 6. HvaS er okkur kent í þriSfa kaflan-
um? Sveinninn Tímóteus hafði verið vaninn á að lesa í Guðs
orði, þégar hann var barn. Þegar hann var orðinn fulltíða
maður, gjörðist hann félagi Páls postula og nýtur leiðtogi í krist-
iítni kirkju. Hér er Páll að áminna hann urn að halda stöðug-
lega við þennan góða lærdóm, sem honurn var innrættur í barn-
æsku. Það er dýrmæt Guðs gjöf að eiga gott og kristið heimili,
og geta lært þar ungur að þjóna frelsaranum.