Sameiningin - 01.05.1923, Síða 15
141
jafnan á útlendum málum. (A þýsku BÍblische Theologie, á
ensku Biblical Theology). En höf. velur nafnið Trúarsaga N.
T., og færir það til síns máls, aS i eldra heitinu komi elcki þaS
fram, sem mestu máli skiftir, þar sem hér sé aS ræSa, ekkli
aSeins urn rannsókn kristindómskenningarinnar, heldur kristnu
trúarinnar í heild sinni, eins og trúarlifiS endurspeglast í um-
mælum og líferni höfundar kristindómsins og fyrtsu lærisveina
hans.
FræSigrein þessi er tiltölulega ung, sem sérstök grein guS-
fræSinnar. ÁSur fyr var enginn greinarmunur gjör á trú-
fræSa-kerfi fdogmatikj kirkjunnar og ritningarinnar sjálfrar.
Með siSbótinni varS þó ljóst, hvert djúp var staSfest milli hinna
einföldu kenninga ritningarinnar og hinna margflóknu erfi-
kenninga kirkjunnar. Má þó segja, aS sama stefna réSi i þessu
efni hjá mótmælendum eftir siShótina, þann tima allan, er hiS
mikla trúfræða-kerfi þeirra myndast, meS þess miklu kostum
og miklu ókostum. Upptök afturhvarfsins til biblíu-fræSanna
beint má tileinka heitttrúar-stefnunni á síSara hluta 17. aldar
og fyrri hluta 18. aldar. fSpener, 1635---1705, og Bengel 1687
—1751). En sá ihét JÓhann Gabler, er fyrstur hóf trúfræði
biblíunnar til tignarsætis sem sjálfstæSa vísindagrein og sögu-
legum rannsóknum háSa. Var þaS áriS 1879, Gabler flutti
háskóla-ræðu þá, er eyktmörkum. olli i sögu guSfræS-
innar, um réttmæta aSgreining á guSfræSi biblíunnar og
trúarsetninga-kerfinu fDe justo discrimine theologae
biblícae et dogmaticae);. Hefir síðan trúfræSi feSa trúsaga)
biblíunnar setiS í fyrirrúmi, einkum þð síSan Bernhard Weiss
reit bækur sínar um 1880. Og nú á síSustu árum er það aðal-
viðfangs-efni góðra guSfræSinga, aS rannsaka sjálfar ritning-
arnar, komast aS raun um ástand alt og aSstöbu sögulegra viS-
burða á tíð Nýja Testamentisins, og um fram alt afla sem ljós-
astrar þekkingar á Jesú Kristi sjálfum og gera kenningu hans
að lifandi orði í samtíSinni.
Bók sinni skiftir próf. Sívertsen í sex aSalkafla:
Fyrsti kafli: GySingdómurinn um það' leyti er kristindóm-
urinn kom fram.
Annar kafli: Prédikun Jesú.
Þriðji kafli: Kristindómur frumsafnaSarins.
Fjórði kafli: GuSfræði Páls.
Fimti kafli: Kristindómurinn eftir daga Páls.
Sjötti kafli: SboSanir Jóhannesar-ritanna.
Efnisskifting þessi er svipuð því, sem venjulega gerist í