Sameiningin - 01.05.1923, Side 20
146
nýl'átna í New York, og C. H. Thordarson, raffræ'ðing í Chicago,
sem þá er sérstaklega hafi náð viðurkenningu hér í landi, og áð-
ur hefir hanri .nefnt Thomas H. Johnson, sem nafnkunnan
st j órnmálamann.
í síðasta kafla ritsins segir höf. svo frá, að það sé alment
viðurkent, að Islendingar hafi reynst góðir borgarar 'hér í landi,
líkt og frændur þeirra af Norðurlöndum. Að sumu leyti hafi
íslendingar staðið ver að vígi en aðrir innflytjendur, átt við
meiri fátækt og hleypidóma að stríða, þegar þeir komu hér
fyrst. Ættjörð sinni hafi Vestur-íslendingar verið til sóma.
Ekki ætlar prófessorinn að íslenzkt þjó'ðerni eigi hér langa
framtíð, né íslenzk tunga verði hér töluð' til lengdar. Um það
farast honum orð á þessa leið: “Eg get ekki gert mér þá sjón-
hverfing, að ætla að íslenzkt þjóðerni og íslenzk tunga haldist
við í Vesturheimi til lengdar. Til þess eru íslenzkir innflytj-
endur alt of fáir, búa á of mikilli dreyfingu, og börn þeirra hafa
til lengdar e'kki áhuga á, né gagn af, að varðveita þessi sérkenni,
enda myndi þeim veita það örðugt þó þau vildu. Fáeinar þús-
undir hverfa brátt inn í miljónirnar”. Um þetta eru ekki allir
höf. sammála. En tíminn sker úr því ágreinings-máli innan
skamms.
MINNINGARRIT ÍSLÉmSKRA HERMANNA.
Mikið verk og lofsamlegt hefir félag íslenzkra kvenna, er
kennir sig við Jóns Sigurðsson, unnið með iitgáfu þessarar stóru
bókar. Jóns Sgurðssonar félagið er deild í hinu volduga félagi
brezkra kvertna er nefnir sig Dætur Keisaradœmisins. Er það
þjóðræknisfélag, og ætlunarverk þess er að glæða ást til Bretlands
og styðja það í hvívetna. Starfaði félagið með miklum dugn-
aði á stríð^sárunum og afkastaði miklu í þarfir hernaðarins.
Var aðal-verk þess líkn og hjúkrun innan brezka hersins og
hjálpsemi við sifjalið hermanna heima fyrir.
íslenzka deildin vann það verk, ásamt fleiru, alð safna
skýrslum um íslenzka hermenn meðan á stríðinu stóð. Þvi
verki hélt félagið1 áfram að loknu striði, með mikilli fyrirhöfn,
og hefir nú gefð út afar-stóra bók með myndum af öllum ís-
lenzkum hermönnum, sem unt var að ná í myndir af, ásamt
stuttu æfiágripi hvers eins. Atuk þess eru í bókinni ritgerðir
um tildrög stríðsins, þátttöku þjóða í því og friðinn. Hefir
verið vandað til bókarinnar eftir föngum og verður elcki annað
sagt með sanngirni, en að all-vel hafi útgáfan tekist, þrátt fyrir