Sameiningin - 01.05.1923, Qupperneq 32
158
Hjér blasa við okkur fjallatindarnir, æöstu sannindin, í kenningu
Jesú: Guðdóraur frelsarans og fórnardauöi, og sjálfsafneitunin,
sem hann krefst af öllura lærisveinum sínum.
Hvern segja menn mannssoninn vera? — Hvern segiS þér mig
vera? Undir því er kristindómur manna kominn, hvernig þess-
um mikilvægu spurningum er svaraS. Aítriðin þrjú, sem áður
voru nefnd, standa í órjúfanlegu sambandi hvert viö annaS. Sá
Jesús meira en maSur, þá er krossdauöinn annaS meiraí en manns-
dauði. Fórnin hlýtur þá að vera eitthvað miklu æðra og dýr-
mætara en það, að hann hafi látiö lífið fyrir' kenning sína — eins
og komið hefir fyrir marga menn. Sé Jesús guðdómlegur í eigin-
legum og isönnum skilningi, þá er friðþæging í písluml hans, guð-
leg líknarfórn, til þess ætluð, að bæta hið mikla megin-böl allra
manna, syndasektina; og þá um leið gefur krossdauðinn homum til-
kall til sérhverrar mannssálar. Hlann hefir þá keypt okkur með
blóöi sínu og þjáningum.
Þessi tvö atriði standa því í nánu og eðlilegu sambandi við hið
þriðja—hlýðnina. Margir segja nú á dögum, að kristindómurinn sé
allur í því fólginn að hlýða Jesú Kristi, taka upp krossinn og fylgja
honum eftir. En hlýðnin er undir því komin, hvernig við lítum á
frelsarann. Sé hann okkur aðeins maður, þá fylgjum við honum
og trúum eins og manni — með afföllum. En sé hann í sannleika
sonur hins lifanda Guðs, þá erum við um leið( skuldbundin til að
trúa honum algjörlega fyrir okkur, og afneita okkar eigin geð-
þótta, yfirgefa alt og fylgja honum eftir eins og guðlegri veru.
Ög eins er um dauða Jesú. Ef við skoðum þau æfilok eins og mann-
lega fórn, þá erum við auðvitað í þakklætisskuld við Jesúm Krist
— eins og Sókrates eða Jóhann Húss. En hafi Jesús dáið fyrir
syndir okkar, þá erum við hans eigin eign.
Þannig standa kristin trú og kristin hlýðni1 í órjúfanlegu sam-
bandi. Trúin getur ekki verið sönn og einlæg, ef hlýðnina vant-
ar, og hlýðnin verður næsta ófullkomin áni trúarinnar. Sönn trú
og sönn hlýðni eru alsystur. Þær fæðast báðar í einu í manns-
hjartanu, og hvorug þrifst án hinnar.
Það er því auðséð, af hverju Jesús fór þegar að tala um píslir
sínar og dauða, þegar Pétur hafði borið' fram játninguna miklu.
Trúin á Jesúm er hornsteinn kristinnar kirkju. Á þeim grunni er
hún óbifanleg. En færist hún þar út af, þá stendur hún ekki á
bjargi aldanna framar, heldur á sandi mannasetninga, og færi svo
— sem aldrei verður — þá myndi hún von bráðar hrynja til grunns.
Sálviar: 13, 59, 103, 170, 347, 14, 333, 3, 17.
Embættismenn Árdalssafnaðar eru í ár: Tryggvi Ingjaldsson
éformaðurj, Sigurjón Sigurðsson fskrifarij, Baldvin Jónsson Jféh.),
Síefán Guðmundsson og Jón M. Borgfjörð.