Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 6

Sameiningin - 01.07.1914, Page 6
118 um liins annars mikla starfs, er liann liefir með höndum fyrir kirkjufélagið. Ætlast er til, að allir söfnuðir leg'gi fé í heimatrúboðs-sjóð og verði sérstök offnr í kirkjunum til þeirra þarfa í liaust, eins og' áður hefir tíðkast. 4. Heiðingjatrúboð. Trúboði kirkjufélagsins á Indlandi, ungfrú Sigrid Esbehrn, er nú stödd í Ameríku, og var Heiðingjatrú- boðs-nefndinni heimilað að verja nokkru fé til að horga ferðakostnað hennar til þeirra safnaða kirkjufélagsins, sem kynnu að óska eftir heimsókn hennar. Myndi hún flytja fyrirlestra um trúboðs-starfið og glæða áhuga fyrir því mikla skyldustarfi kirkjunnar. Að liðnum tveim árum verður hr. Octavius Thorláksson, ef guð lof- ar, viðbúinn að takast á liendur æfistarf það, er liann liefir ákveðið sig til, og heimilaði þingið nefndinni að styrkja hann úr lieiðingjatrúboðs-sjóði við undirbúning- inn eftir þörfum. í Heiðingjatrúboðs-nefnd fyrir kom- andi ár eru: séra Kristinn Iv. Ólafsson, séra Carl J. Olson og hr. Jón A. Blöndal. 5. Skólamálið. Samkvæmt því er til var ætlast á síðasta kirkjuþingi, hafði skóli kirkjufélagsins byrjað á síðasta hausti og staðið í sex mánuði. Tilraun sú liafði heppnast fram yfir beztu vonir. Skólinn var haldinn í “Skjaldborg”, samkomuhiísi Skjaldborgar-safnaðar í 'Winnipeg, og hafði söfnuðurinn lagt skólanum til ókeypis húsnæði, á- samt ljósum og eldsnevti. Skólastjóri var séra Kúnólf- ur Marteinsson, en annar kennari hr. Baldur Jónsson. 18 nemendur liöfðu sótt dagskólann, en 35 i-erið innritað- ir í kveldskólann. Forstöðnnefnd skólans lagði fram ítarlega skýrslu um starfið, ásamt reglugerð fyrir skól- ann framvegis. Skólastjóri skýrði og nákvæmlega frá kenslunni og lagði fyrir þingið ýmsar tillögur viðvíkj- andi fyrirkomulagi skólans. Þingið var einliuga um að lialda skólanum áfram, og þá boð hr. Þorst. Oddsson- ar um liúsnæði á sama stað næsta ár. En jafnframt var fyrirhugað, að koma sem fyrst upp skólahúsi og enn fremur löggilda skólastofnunina eftir lögum Manito-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.