Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 11
123
nokurn tíma gengið í bandalag með Gen .Council, eða
öðrum'stórdeildum kirkjunnar, nema svo, að það mál væri
áður lagt fyrir söfnuði og það yrði að almennri samþykt
hjá söfnuðunum. Að öðru leyti var málið lagt á hyllu
til næsta kirkjuþings.
13. Scimvinna við Pac. Syn. um prestaskóla í Seattle.
Mál það var á dagskrá í tilefni af fyrirspurn á síð-
asta kirkjuþingi frá forstöðumanni prestaskóla Pacific-
sýnódunnar. Með því ekkert hafði á árinu komið frá for-
göngumönnuiu skólans vestra, var málið felt af dagskrá.
14. Bókasafn kirkjufélagsins.
Svo sem kunnugt er, á kirkjufélagið all-vandað safn
islenzkra bóka, og er safnið ætlað skólanum á sínum tíma.
Xú bætist við mikið og dýrmætt safn, því kirkjuþinginu
var tilkynt, að dr. Jón Bjarnason hefði arfleitt kirkjufé-
lagið að öllu bókasafni sínu, að undanteknum þeim bók-
um, er fósturbörn lians kynnu að vilja eignast, og skyldu
þau hafa valið bækur þær áður sex mánuðir sé liðnir frá
dánardegi hans. Báðstafanir gerði þingið til þess, að
taka lögformlega á móti þessarri dýrmætu gjöf. Ivosinn
var og hr. Jón J. Yopni til að annast alt bókasafn kirkju-
félagsins og geyma til næsta þings.
lvirkjuþing þetta liið síðasta var gott þing og starf-
samt. Margt var áformað, er til blessunar má verða fyr-
ir guðs kristni vor á meðal. Framgangur málanna er
nú kominn undir ötulleik starfsmanna þeir,ra, er settir
voru til að annast um framkvæmdir. En framkvæmd-
irnar fara þó mest eftir því, hversu vél og drengilega
allur safnaða-lýður leggur sig fram til að vinna. A því
ríður, að allir sé samtaka—allir eitt í Jesú nafni.
Þakklátir eru allir kirkjuþingsmenn og aðrir gestir
Gimli-söfnuði fyrir alúðarsama umönnun og gestrisni,
ekki sízt fyrir skemtiferðina eftir vatninn, sem söfnuður-
inn gekst fyrir og kostaði.
Næsta þing verður, ef guð lofar, lialdið hjá Fyrsta
lúterska söfnuði í 'Winnipeg í Júní að sumri.