Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 12
124 KAFLAR ÚR ÁRSSKÝRSLU FORSETA. Frá Brezka Biblíufélaginu er komin ný útgáfa af íslenzku biblí- unni. Án þess aS hér veröi nokkur clómur kveðinn upp yfir þýð- ingunni yfirleitt, skal á það mint, að oss ber sérstaklega að þakka félaginu fyrir hina litlu og handhægu útgáfu — vasabiblíuna. Hún er sérstakíega þægileg til notkunar i sunnudagsskólum. Biblíufélag- ið tók og sérstakt tillit til kirkjufélags vors og tillaga þess við út- gáfu vasabiblíunnar, svo vér ættum að nota þá útgáfu sem mest. Biskup Islands, hr. Þórhallur Bjarnarson, sýndi oss vinsemd mikla í sambandi við útgáfu vasabiblíunnar, og ber oss að þakka honum og meta góðvild hans í vorn garð. Ungmcnna-félagsskapurinn hefir átt fremur örðugt uppdráttar í söfnuðum vorum. Bandalögin þurfa áreiðanlega að umskapast, svo þau geti orðið að tilætluðum notum. Aðal-gallinn á fyrirkomulagi Bandalaganna er sá, að verkefnið er í lausu lofti. Félögin eru aðal- lega mynduð í þeim tilgangi að halda fundi. En menn trénast upp á tómum fundahöldum. Það þarf að gefa unga fólkinu ákveðið verk að vinna, og það ætti að vera aðal-mál þess Bandalags-þings, sem nú á hér að halda, að ákveða verkefni fyrir bandalögin og gefa þeim ráð viðvíkjandi starfs-aðferð. — Heilla-ár hefir þetta ár þó verið ungmenna-félögunum—og með þeim öllum kristnum lýð íslenzkum hér vestan hafs — fyrir þá sök, að hjá oss hefir dvalið í vetur hinn þjóðkunni forvígismaður ungmenna-félagsskaparins kristilega á íslandi, séra Friðrik Friðriksson frá Reykjavík. Fyrir áskorun sam- einuðu bandalaganna kom hann vestur snemma í Desember og hefir starfað að málefni kristindómsins og æskunnar hjá söfnuðum vorum og bandalögum í Minnesota, Dakota, Winnipeg og Argyle-bygð. Enn í sumar vonum vér að fá að hafa séra Friðrik Friðriksson hjá oss, en með haustinu mun hann hugsa til heimfarar til ættlandsins og starfsins mikla þar. Starf séra Fr. Fr. er dýrðlegt starf, og oss ber að þakka guði fyrir þá blessun, sem koma hans hefir haft í för með sér. Óskandi væri, að séra Friðrik gæti séð verki því, sem hann hef- ir með höndum á íslandi, svo vel borgið í annarra góðra manna hönd- um, að hann sæi sér fært að koma aítur til vor og ílendast hjá oss. Séra Friðrik Friðriksson er gestur vor á þessu kirkjuþingi, og bjóð- um vér hann hjartanlega velkominn á þingið og biðjum hann að taka með oss þátt i störfum þingsins, og óskum jafnframt, að vera hans á þinginu verði honum sjálfum til ánægju. Sunnudagsskóla-starfið er hjá oss mörgum erviðleikum bundið. Tímaritið litla, eða lexíu-blaðið, fyrir sunnudagsskólana hefir komið út reglulega og hefir séra Guttormur Guttormsson vandað til efnis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.