Sameiningin - 01.07.1914, Síða 13
125
ins eftir föngum. Blaöið er alt of lítið, svo fullnægjandi sé, en mikil
hjálp er þaö þó. “Ljósgeislar” eru notaðir fyrir yngstu börnin, og
er þá upptalið það, er vér höfum af kenslutækjum hjá sjálfum oss,
og er það lítið í samanburði við það, sem notað er í sunnudagsskól-
unum ensku. Annars þurfum vér að gera oss það ljóst, að sunnu-
dagsskólinn, í hversu góðu lagi sem hann er, getur ekki annast kristi-
lega uppfræðslu barna nema að litlu leyti. Heimiíunum hættir við að
varpa allri áhyggju og uppfræðslu-skyldu sinni á sunnudagsskólann.
Heimilisfræðsla á ekki að vera minni vegna sunnudagsskólans, heldur
meiri. Barnafræðslunni alment er mjög ábótavant. Eins og tilhag-
ar víðast, verður ekki fræðslunni nú hagað eins og áður var. Fátt
væri nauðsynlegra en það, að gefið væri út fræðslukver nýtt, er notað
yrði bæði á heimilunum og i sunnudagsskólum, og enn fremur við
fermingar-undirbúning, þar sem höfuð-atriði kristindómsins—sögu-
leg, siðfræðileg og trúarleg—væri fram borin á þann hátt, sem sam-
rímist þörfum æskulýðsins, eins og þær eru nú, og samhljóða nútíðar-
kenslufræði.—Úti í sveitum er nærri ómögulegt að halda uppi sunnu-
dagsskóla-starfi nema tíma og tíma úr árinu og víða alls ekki. Þar
sem svo er ástatt sérstaklega, og raunar víðast hvar, þyrftu að risa
upp safn'aða-skólar i hverjum söfnuði, daglegur kristindóms-skóli,
er standi einn til tvo mánuði, helzt þá er alþýðuskólar ríkisins ekki
standa. Helztu úrlausn kristindómsfræðslu-vandræðanna hygg eg
slíka safnaðarskóla vera. Þetta er nýtt mál hjá oss og stórt mál. Hc'r
er ekki tími til að leggja það greinilega fram til umræðu, en ve!
gerði þing þetta í því, að taka fræðslumálin á dagskrá sína og til
rækilegrar umræðu, sem eitthvert hið alvarlegasta mál, sem það hefir
meðferðis. — Vér megum ekki vanrækja hina andlegu hlið kirkjumála
vorra og láta oss nægja formlegar samþ)'ktir einar.
Á kirkjuþingi i fyrra var um það talað, að safnaðafólki voru yrði
með ritgerðum gefinn kostur á að kynnast betur trúbræðrum vorum
hér í landinu, einkum kirkjufélaga-sambandi því, er General Council
nefnist og vér eigum margt gott að þakka. Lítið hefir orðið af því
að sú fræðsla yrði veitt, af eðlilegum ástæðum. En vel mættum vér
hugsa til þess í framtíðinni að kynnast bræðrum vorum i kirkjufé-
lögunum lútersku mörgu og stóru hér í Vesturheimi, — ef til vill
ekki síst frændum vorum Norðmönnum og öðrum Skandinövum.
Þar, og víðast í lútersku kirkjunni hér í álfu, eru hreyfingar miklar
í áttina til samvinnu og sameiningar. Er það gleðilegt teikn tím-
anna. Vér gætum haft gott af að komast undir áhrif þessa sam-
vinnu-anda, sem nú ræður svo miklu hjá bræðrum vorum i öðrum
kirkjufélögum. Það er skylda vor í öllurn efnum að kynnast sem
bezt hérlendum háttum. Fyrir það þurfum vér engu því að glata,
sem vér sjálfir eigum. Samvinnu getum vér vafalaust átt með öðru
lútersku fólki, oss sjálfum til mestrar blessunar.