Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1914, Side 15

Sameiningin - 01.07.1914, Side 15
127 um langan aldur. Minnisvaröa yfir dr. Jón Bjarnason eigum vér aS reisa meö því, aö koma nú þegar í framkvæmd og helga honum eitt- hvert stór-fyrirtæki, sem til blessunar veröi kirkju Krists og til sóma þjóðflokki vorum. Og ættum vér þá, að mér virðist, að velja til þess einmitt það fyrirtækið, sem hann lengst barðist fyrir og mest þráði af öllu: íslenska kristilega mentastofnun. En hvað sem heiðruðu þinginu sýnist um aðferð, þá gerum það, sem vér gerum í þessu efni, svo myndarlega og drengilega, að sóma vorum sé borgið. í tilefni af fráfalli dr. Jóns Bjarnasonar geri eg þær tillögur þinginu til íhugunar, að vér: (1) Vottum hinni göfugu ekkju hans, frú Láru Bjarnason, og fósturbörnum þeirra hjartanlega hlutekningu þingsins í hinni þungu sorg, er þeim hefir að höndum borið. (2) Gerum á þingi þessu nauðsynlegar ráðstafanir fyrir út- gáfu minningarrits um dr. Jón Bjarnason, sem út komi á þessu ári, og sé ekkert tilsparað til að gera það sem bezt úr garði. (3) Stofnum sérstakan minningarsjóð svo stóran sem vér frek- ast trevstum oss til; beri sjóður sá ávalt nafn dr. Jóns Bjarnasonar og sé notaður til þess, að styðja í anda hans það kristilegt og þjóð- ernislegt velferðarmál, sem þingið ákveður. Og á það vil eg svo að lyktum minna, að þar sem foringi vor er nú fallinn, þá ber oss öllum í einum anda og með sameinuðum hönd- um að taka upp merkið, sem hann svo lengi bar sigursæll í broddi fylkingar, og bera það fram í drottins nafni. Oss er nú meiri nauð- syn en nokkrtt sinni áður, að sameina hjörtu vor í kærleika og trausti nver til annars, og leggja allir fram þá beztu krafta, sem guð hefir gefið oss. Minningu vors sæla vinar heiðrum vér bezt með því, að láta áhrif heitrar og sterkrar sálar hans tengja oss saman í Jesú nafni. Köllun lærisveinanna. Kirkjuþings-prédikun. Eftir séra Friðrik Hallgruinso’t, “VeriS minnugir leiðtoga ýðar, sem guðs orð liafa til yðar talað; virðið fyrir yður, hvcrnig œfi þeirra lauk. og líkið síðan eftir trú' þeirra■ Jesús Kristur cr í gær og í dag hinn sami og um aldir”— Hebr. 13, 7. 8. Sjálfsagt hefir engum okkar dottið í hug, þegar við skildum á Mountain í fyrra sumar urn þet'ta leyti, að við myndum við næstu samfundi á kirkjuþingi sakna úr bræðrahópnum þeirra tveggja kæru og gömlu samverkamanna, sem voru sín á milli tengdir sterkum vin- áttu böndum, og voru um heilan mannsaldur taldir meðal foringjanna fremstu í hópi vestur-íslenzkra presta og leikmanna, þeirra dr. Jóns Bjarnasonar og Friðjóns Friðrikssonar. Drottinn, hinn mikli kon-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.