Sameiningin - 01.07.1914, Page 16
128
ungur kirkjunnar, hefir l:al!aö þessa trúu þjóna sina heim til sín.
Okkur er íuissirinn tilfinnanlegur og sár; en samt minnumst við
þeirra hér með fagnandi lofgjörS og þakklæti til drottins fyrir hið
langa starf þeirra í víngaröi hans, sem varð svo mörgum til blessunar.
Þegar þetta kirkjufélag var stofnað fyrir rúmum 29 árum, var
Friöjón sál. meöal hinna fremstu í hópi þeirra manna, er stóöu fyrir
stofnun þess, og starfaði alt af síðan undir merkjum þess af einlægum
áhuga að eflingu guðs ríkis meðal Vestur-lslendinga. Þegar hann
var kallaður heim á áliðnu síðastliðnu sumri, mintist dr. Jón Bjarna-
son hins framliðna vinar síns meðal annars á þessa leið: ‘ Einn
mann að rninsta kosti höfum vér fundið, og eignast af náð drottins—
Friðjón Friðriksson—, reglulegan fyrirmyndarmann—, mann með
dásamlegu jafnvsegi, heilan mann, en ekki hálfan, mann, sem alt af
mátti reiða sig á, mann sem ekki þurfti háa stöðu til að lyfta sér
upp; hver sú staða, sem honum hefði hlotnast, myndi með honum
hafa lyfst upp; vitran mann; réttsýnan mann; góðan mann, —
mann, sem bar það með sér á svipnum, að til hans væri öllum óhætt
að leita ráða. Öllum vildi hann vel, og þeim, er til hans flúðu með
áhyggjumál sín ervið, eða að því er virtist óviðeiganleg, persónuieg
eða félagsleg, réð hann hin hollustu og praktiskustu ráð. Hann var
sem Njáll í hópi vorum.”
Og nú er hann, sem þessi sönnu orð talaði yfir moldum vinar
síns, líka horfinn burtu úr hópi starfsbræðranna. Óendanlega mikil
og dýrmæt blessun var það, sem aldrei verður fullþökkuð, þegar
drottinn sendi landnámsmanna-hópnum dreifða í vesturbygðum þenna
foringja, sem var höfði hærri en alt fólkið, vegna hinnar bjargföstu
trúar sinnar, hiklausu trúmensku, dæmafáu ósérplægni og miklu
hæfileika, — en umfram alt vegna þess, að alt sem hann var og alt
sem hann átti, var algjörlega vígt og helgað þjónustu konungsins
Krists- Hann hlífði sér aldrei, þótt af honum væri heimtað margra
manna verk; hann hopaði aldrei, þó að mótspyrnan væri stundum
hörð; hann skipaði sér í nafni drottins i brodd fylkingar, þar sem
baráttan var hörðust, og þar barðist hann eins og hetja heilan manns-
eldur. Það er þess vegna í alla staði eðlilegt, að við byrjum þetta
lirkjuþing með því að minnast með lofgjörð til drottins foringjans
hrgumstóra og kæra, sem við höfum fyrir fáum dögum íylgt til
grafar
“Verið minnugir lciðtoga yðar, scm guðs orð hafa til yðar talað;
virðið fyrir yður, hvernig œfi þeirra lauk.” Árangurinn af æfi-
starfi dr. Jóns Bjarnasonar er stórkostlegur sigur. Honum auðnaðist
að verða verkfæri guðlegrar fosjónar til þes að safna vinum guðs
rikis í öllum bygðum Vestur-lslendinga til kristilegs félagsstarfs
undir merkjum ákveðins kristindómsboðskapar. Þetta kirkjufélag
er minnisvarðinn hans. Uppbyggingu þess helgaði hann alla beztu
ki afta sína; sönn velferð þess var hið mikla áhugamál lífs hans.
Hins og spámaður drottins stóð hann á meðal allra, prédikandi seint
og snemma Jesúm Krist, hinn krossfesta og upprisna frelsara mann-