Sameiningin - 01.07.1914, Page 21
133
dögum, þó fáir séu, til þess að vegsama frelsara sinn sameiginlega,
fullvissir þess, að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í nafni
hans, þar er hann mitt á meöal þeirra. Eg sé íslenzka trúboða úti
í heiðingjalöndum boða fagnaðarerindi Jesú Krists, mörgum til bless-
unar. Eg sé islenzka kristni taka þann þátt i hinu mikla verki guðs,
sem hann hefir ætlað henni og kallað hana til.
Göngum til starfa með þetta mark fyrir augum í drottins nafni.
Það getur alt orSiS, ef við viljum þaS af einlægni. Því guð vill það.
Og þegar viS viljum þaS, sem guS vill, þá verður það. Það er
dýrSin mikla í starfskölluninni kristnu. En þar blasir lika við okkur
ábyrgSin mikla.
Vitnisburður Jesú Krists um
Fyrirlestur á Kirkjuþingi 26. Júní 1914.
Eftir séra Kristinn K. ólafsson.
“Til baka til Krists,” eru einkunnarorS, sem margir guðfræð-
ingar nútímans hafa valiS sér. OrSin eru heillandi og fögur. Enda
er þeim eflaust ætlað að tákna trúmensku við Krist og kenningar
hans. Þau eiga aS vera sem trygging þess, að sú guöfræði, er
velur sér slíkt merki, sé heilbrigS og sönn og nyjög fjarri því að vera
varhugaverS Og i áttina til sameiningar getur þaS virst, aS
skipa sér undir þetta merki, því þá sýnist áherzlan vera lögö einmitt
þar, sem helzt er vottur um eining — á Krist og kenningu hans. En
það myndu langflestir samþykkja sem aöalatriðið, hve ólíkar merk-
ingar, sem í það kunna aS vera lagöar
En í þessum einkunnarorðum, eins og þau oftast eru notuð, felst
miklu meira en liggur á yfirborðinu. Fyrst og fremst bryddir á
þeim skilningi í sambandi við þau, að nútíðin hafi fyrst komist til
rétts skilnings á Jesú, að hún hafi fundið hann aftur, þótt nítján alda
ryk hafi hulið mynd hans fyrir heiminum, og svo aS segja gefiö hann
kristninni af nýju. Án þess að ræSa á þessum stað, hvaða líkindi
eru til aS annað eins og þetta gæti átt sér staS, getur manni ekki dul-
ist, aS talsvert yfirlæti lýsi sér í þessarri hugsun. Að minsta kosti
mælir ekkert meS þvi, að ganga út frá þvi sem sjálfsönnuöu, eða
sjálfsögðu, að nútíðin hafi orðið fyrst til þess að halda fram hreinni
og ómengaðri kenning Jesú. Þó virðist þráfaldlega verið gengið út
frá þvi, án verulegra sannana.
Nátengt þessu er annað. í huga alls þorra kristinna manna
myndu orðin “til baka til Krists” tákna þaS, að hverfa til baka til
Krists og kenningar hans, eins og hvorttveggja birtist í frásögu guð-
spjallanna og nýja testamentinu yfirleitt. En “til baka til Krists”
táknar nú hvað oftast það, áð til þess að finna hina sönnu Kristsmynd
um kenningu hans, þurfi aS leita á bak við guðspjöllin, að mynd