Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 31

Sameiningin - 01.07.1914, Page 31
143 betur boSskap sinn, eftir því varð augljósara, hve gagn-ólíka hug- mynd áheyrendur hans og hann lögSu i hugtakiS. Áherzlan hjá þeim var á síSara oröinu—ríkinu; hans á því fyrra—guSs. Þeir voru að hugsa um hin ytri gæði og dýrð konungsríkis, svo sem stjórnarfars- bót, hirð, höfuðborg og hefðarstööur; en hann var að hugsa um inn- ræti þeirra, er yrðu þegnar í hinu komanda ríki og að í þvi yrði vilji guðs gerður sem á himni. En hið nánasta samband er á milli per- sónu Jesú og þess ríkis, er hann kom til aS stofna, eftir því, sem hann sjálfur heldur fram. Það var hans riki, engu síöur en fööursins, og hann var drottinn þess og konungur JMatt. 13, 41; 16, 28; 20, 21; 25, 34-40J. ÞaS, sem á ófullkominn hátt er táknaS í guösstjórnarfyrir- komulagi g. t., kemur nú fram i fullkominni mynd hjá hinum fyrir- heitna konungi, Messíasi, sem í hjarta og vilja er fullkomlega sam- einaöur guði JMatt. 11, 27; Jóh. 4, 34; 5, 30; 6, 38, o. s. frv.J En samband persónu Jesú við ríkið er enn þá nánara Hann er ekki einungis stofnandi þess og drottinn, heldur líka lifandi ímynd þess, er þaö táknar—fyrirmynd hins nýja sonar-sambands, sem mönnun- um er boðið að eignast fyrir hann, svo meS sanni má segja, að ríkiö hafi veriö til í persónu hans á jöröinni frá þvi hann fyrst birtist. Það er fyrir lifandi samband viö hann, eins og kent er í samstæðu guðspjöllunum og enn þá skýrar hjá Jóhannesi, fyrir aö veita við- töku persónu hans og boðskap, fyrir trú á hann, fyrir að framselja sig honum, gerast undirgefinn stjórn hans, hlýðnast boðum hans, fyrir að vera sameinaður honum eins og greinarnar á vínviðnum, að ríkið er stofnað JMatt. 7, 21-28; 8, 10; 11, 28-30; 16, 24.-25; Jóh. 15 1-8J. Hugmyndin um yfirráðin í þessu nýja ríki guðs var líka mjög frá- breytt því, sem alment tíðkaSist. Það var ekki stofnað með þving- un og valdi, heldur meS auðmýkt, þjónustu, miskunnarverkum, meö písl og krossburði, og með því að vitna um sannleikann fMatt. 11, 4- 6; 13. 9; 18, 3-4; 20, 25-28: Jóh. 18. 33-37J, og í samrænii viö þetta er því stjórnað, eigi með valdi eöa harðstjórn, heldur með þeim lað- andi áhrifum, er kærleikurinn beitir þau hjörtu, er framselja sig af fúsleik fMatt. 11, 28-30; 22, 37-40; Jóh. 14, 15; 15, 10J. Þetta eru nokkrir aöal-drættir ríkisins, sem Jesús kom til að stofna og vera konungur i. Sýnir það tilganginn með komu hans i heiminn. Þá er aö minnast með örfáum orðum á þýðingu dauða Jesú í sambandi við ríkið, eftir því, sem hann sjálfur heldur fram. Skýrust eru orð Jesú um dauða sinn eftir að Pétur fyrir hönd læriveinanna hefir borið fram hina miklu játningu í Sesarea Filippí: “Þú ert Kristur, sonur hins lifanda guðs.” Helztu staðirnir eru þessir: “Þvi að manns-sonurinn er ekki heldur kominn til að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga” Mark. 10, 15. Og þessi: “Því að þetta er sáttmálablóð mitt, sem úthelt er fyrir marga til syndafyrirgefningar.” Timinn leyfir ekki, að vér athugum þetta nákvæmlega. En auðsætt er, að dauði hans er settur í samband við fyrirgefninguna. Hann gaf líf sitt sem lausnargjald fyrir aðra. Rétt er þó að kannast við, að erfitt er af

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.