Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1914, Side 34

Sameiningin - 01.07.1914, Side 34
146 þióöfélagslíkaminn verður veikur og illa haldinn. Fara menn þæ venjulega aö leita einhverskonar bjargráða til viðreisnar líkama þjóö- félagsins, rétt eins og gert er þegar um sjúkdóm i líkama einstak- lings er aö ræöa. Þannig sjáum vér nú á tímum mikiö gert aö því, að koma í veg fvrir aö börn vinni í verksmiðjum, sökum þess, að vinnan, hversu: létt sem hún er, heftir eða stórlega dregur úr framförum ungling- anna, svo þeir verða með fullorðinsaldrinum lítið meira en hálfir menn, auk þess sem þeir vaxa upp nær æfinlega án nokkurrar fræðslu: og spillast svo í innræti og að skapferli af þessum óeðlilega þræl- dómi á barnsaldrinum, að þeir lenda með tíð og tíma mjög auðveld- lega inn í flokk glæpamanna, eða verða með einhverju öðru móti: handbendi þjóðféíagsins. Þarna eru bjargráð, sem hugsandi menn benda á til viðreisnar þjóðunum, og þau bjargráð er sem óðast veriðk að setja í framkvæmd og verður þó gert enn betur er tímar líða. Sama má segja um ýmiskonar aðrar umbótatilraunir meðal sið- aðra þjóða. Samtök verkamanna og félagsskapur þeirra eru bjarg- ráð, sem til hefir verið gripið í því augnamiði að verjast ágangi og harðýðgi auðvalds og kúgunar. Samtök bænda miða að því sama. Félagsbönd þeirra eru bjargráð, sem upp hafa verið fundin til að’ veita mótspyrnu ágjörnum auðfélögum, sem verzla í stórum stíl með' afurðir landsins, en vilja láta framleiðendurna, bændurna, hafa sem: allra minst í aðra hönd fyrir störf sín og vöru. A5 veg hið sama má segja um tilraunir einstakra ágætismanna meðal stjórnmálaskörunga nú á dögum, að stöðva yfirgang voldugra auðmanna og auðfélaga og hjálpa fátækum vinnulýð til að búa við sæmileg lífskjör. Þær tilraunir eru bjargráð, sem góðir menn og miklir hafa komið með til að firra þjóðfélagsskipið þeim óhöppum að brotna á skerjum sjálfselsku og eigingirni, eða þá að sigla í strand sökum kæruleysis og ómensku þeirra, sem ráða eiga. Stjórnmála- stefna sú hin nýja, sem er að ná sér niðri á Englandi og hefir sinn mesta og bezta talsmann þar sem er fjármálaráðherrann sjálfur,. Lloyd-George, er bjargráða-viðleitni, mjög viturleg, mannúðleg og djarfmannleg og enda líkleg til sigurs. Mjög svipuð stefna er að grafa um sig í stjórnmálum Bandaríkjanna. Forsetinn sjálfur, Dr. Woodrow Wilson, einhver mesti ágætismaður, sem nú er uppi, er öruggur talsmaður þeirrar stefnu, svo og William Jennings Bryan,, annar mikill ágætismaður og nú utanríkisráðherra Bandaríkjanna- Enn fremur þeir Theodore Roosevelt, fyrrum forseti, Robert M. La- Folette, senator, og nokkrir mikilhæfir menn aðrir. Þessir menn sjá hættuna, sem öfug stjórnmálastefna hefir í för með sér, og koma með sín góðu ráð til bjargar. Stefna þeirra er bjargráð, sem hefir það augnamið, að koma á góðri löggjöf í stað vondrar, að því er snertir verzlun, iðnað og önnur atvinnumál, og bæta þar með hag lanas. og þjóðar. Þá má og benda á bindindisstarfsemina nú á dögum sem mjög greinileg bjargráð gegn hættu ofdrykkjunnar og böli örbirgðarinnar.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.