Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1914, Qupperneq 36

Sameiningin - 01.07.1914, Qupperneq 36
148 í svo eða svo miklum veikleika og hafa sjálfsagt verið það, en sú kristindómsstefna, er vér höfum aðhylst og fylgjum, er án nokkurs vafa hin eina rétta. Henni getur oss ekki komið til hugar að breyta. Vérksvið vort er lika ákveðið- Það er aðallega meðal landa vorra hér í Vesturheimi. Annað fólk getur þó auðvitað líka komið inn á verksvið vort, bæði nú og síðar. Og vitanlega hvílir á oss sama skylda og öðru kristnu fólki að því er trúboð snertir meðal heiðinna þjóða. En aðal verkefni vort er og verður að flytja fagnaðarerindið þeim fólkshópum af þjóð vorri, sem búsettir eru hér í þessarri víð- lendu heimsálfu. Þó nú svo sé, að stefna vor sé fastákveðin og verksvið vort af sjálfu sér líka að mestu leyti ákveðið, þá getur ýmislegt annað hjá oss breyzt og þarf sjálfsagt að breytast. Starfs-aðferð vor þarf og á að breytast. í sumum atriðum má hún þó sjálfsagt vera eins og hún nú er, en í öðrum atriðum er vist brýn þörf á, að hún taki breyt- ingum. Vér þurfum að finna upp ný bjargráð, reyna þau til hlítar og nota þau þar til önnur enn betri geta komið í stað þeirrra eldri. En, þegar eg tala hér um bjargráð, þá á eg ekki við, að bjarga þurfi kristinni kirkju. Hún er ekki í nokkurri hættu að deyja. Hún verður við lýði á jörðinni svo lengi sem heimur stendur. Ekki á eg heldur við, að bjrga þurfi lúterskum kristindómi yfirleitt, því svo lengi sem 'útersk kirkja er trú þeirri heilögu köllun, sem guð hefir kallað hana með, og fer rétt með það umboð, sem henni hefir verið gefið, svo lengi verður hún lifandi og starfandi í víngarði drottins. Eg á jafnvel ekki við, að bjarga þurfi þessu litla kirkjufélagi voru- Því fari svo, að það svíki köllun sína og hætti að flytja náðarboð- skap Jesú Krists, eins og sá boðskapur er opinberaður í guðs orði og studdur af heilögum anda, fari svo, segi eg, að félag vort verði í þessu efni svikari við guð, þá mætti það gjarnan missa sig og engin bjarg- ráð myndu þá heldur fá því borgið. En svo lengi sem kirkjufélag vort flytur náðarboðskapinn hreinan og lifandi, svo lengi er lifi þess engin hætta búin. Það, sem eg á við, þegar eg tala um bjargráð, er, að bæta svo starfsaðferð vora, að einstaklingunum, íslenzkum bræðrum vorum og systrum, ungum og gömlum, verði bjargað; að kristindómur vor megi verða sem bezt lifandi í sálu hvers einstak- lings; að trú vor, helzt allra, geti orðið lifandi vitnisburður um að vér séum guðs börn og að vér getum átt gleðiríka fullvissu um eilíft líf fyrir frelsara vorn og drottin Jesúm Krist. Sú starfs-aðferö, sem nú tíðkast hjá oss, fullnægir ekki nærri öllum þörfum vorurn. Auðvitað má segja, að mannaskorti og fjár- skorti sé að nokkru leyti um að kenna, og er það sjálfsagt satt. Hefðum vér fleiri starfsmenn, fleiri menn, sem gæfu sig eingöngu við boðun fagnaðarerindisins, og meira fé yfir að ráða til að borga það starf, þá væri sjálfsagt margt í betra lagi en það er En það er þó einkum ein ný starfs-aðferð, í viðbót við önnur kirkjuleg störf vor, sem brýn þörf er á. Á þessa nýju starfs-aðferð langar mig nú að benda, og um leið vil eg biðja háttvirta tilheyrendu mína að hugsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.