Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 37

Sameiningin - 01.07.1914, Page 37
ekki, aS hér sé um sérvizku eina aö ræða. því þaö er ekki. Máliö er blátt áfram stórkostlega alvarlegt. Og fari svo, sem eg vona fast- lega að verði, að þessi hugmynd, sem eg bendi hér á, komist í fram- kvæmd, þá er eg sannfærður um, að þessi nýja starfs-aðferð getur orðið oss íslendingum hér vestra til stórrar og hreint ómetanlegrar blessunar. Eg vil að kirkjufélag vort ráði hæfan mann til þess að ferðast um bygðir og heimkynni landa vorra hér megin hafsins og inn á hvert íslenzkt heimili til þess þar að boða fagnaðarerindi guðs og vekja fólk til afturhvarfs og andlegs lífs. Þetta sérstaka starf á ekki fyrst og fremst að vera rekið i prestlausu bygðunum, heldur aðallega og fyrst í stað eingöngu þar sem söfnuðir eru fyrir, sem fastrar prests- þjónustu njóta. Vil eg nú leitast við að skýra ögn frekar, hvað fyrir mér vakir í þessu efni. í öllum heimkynnum vor íslendinga hér vestra er meira eöa minna af trúarlegri hálfvelgju og andlegum dauða, ekki einungis hjá utansafnaðarfólki, heldur og líka innan safnaðanna sjálfra. Og fæst af oss er svo lifandi í trúnni, að ekki þurfum vér uppörfunar og and- legrar hressingar. Ætlast er því til, að hjá engu heimili sé sneitt, ekki einu sinni hjá prestssetrunum sjálfum- Þesu andlega hiröuleysi, hálfvelgjunni og trúardauðanum þarf að útrýma, svo framt sem oss er auöið, og heimsókn á hvert heimili, með alvarlegu samtali, bæna- ávarpi eða lestri guðs orðs um hjálpræöi guðs syndugum mönnum til handa, mundi fá meiru orkað í því efni að vekja fólk vort til hugs- unar um sáluhjálp sína, en nokkur önnur aðferð, sem eg þekki. Eg held, að með þessarri starfsemi væri fengin þau bjargráð, sem vér nú framar öllu öðru þurfum með. Mann þann, sem þetta starf hefði með höndum, mætti nefna bjargráðamann og starf hans bjargráðastarfsemi, eða þá eitthvaö annað, ef oss svo sýnist. Hvaö maðurinn og verk hans hvort um sig yrði nefnt, varðar minstu. Hitt varðar miklu, að þetta nýmæli sé reynt, og það sem allra fyrst. Bjargráðamaðurinn ætlast eg helzt til að sé guöfræðingur, en hvort hann er vigður af mönnum til kennimannlegs starfs eða ekki, gerir minst til. Af guöi sjálfum yrði hann að vera vígöur til að flytja málefni hans. Væri hann þá um leið hæfur prédikari, hvort sem hann fengi nokkurt hrós fyrir ræðusnild eða ekki. En að hann geti prédikað, tel eg nauösynlegt, svo starf hans komi að fullum notum. Með bjargráðamanninum ætlast eg til að sóknarprestur þess bygðarlags eða bæjar ferðist, þar sem heimsóknir þessar fara fram í það eða það skiftið. Auðvitað yrði heimaprestur með þessu að leggja á sig mikla vinnu, ferðalögin mikil og sumstaðar nokkuð erfið við þessar heimsóknir. Til þess að létta fyrir, ætlast eg til að hinn aðkomni bróðir, bjargráðamaöurinn, prédiki fyrir heimaprestinn þá sunnudaga, sem falla inn í þann tíma, sem þeir ferðast saman um bygðina. Gæti þá heimaprestur verið laus við allar áhyggjur hvað

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.