Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 39

Sameiningin - 01.07.1914, Page 39
151 iiafni sáluhjálp sína vissa. Þeirri heimsókn þurfum vér endilega aS koma á í söfnuöum vorum og það hið allra bráðasta. Slíkar heim- ióknir myndu reynast oss og fólki voru hin öruggustu bjargráð, sé rítt að farið og unnið með dugnaði. Til þess þó að slíkar heimsóknir geti komið að notum, þurfa menn að ferðast tveir saman. Það er rangt fyrirkomulag, að prest- ur ferðist einn í þeim erindum, þó það geti verið betra en ekki. Tveir menn geta verið hvor cörum ómetanlegur styrkur í slíku verki. Meistarinn sjálfur gefur manni þarna líka fyrirmynd. Ekki sendi hann postula sína einn cg einn sinn í hverja áttina, heldur sendi hann þá tvo og tvo saman. Það mun og vera reynsla trúboða yfirleitt, að rétta fyrirkomulagið sé, að tveir og tveir ferðist saman í þeim er- jndum. Um blessun þá, sem vænta mætti sem árangurs af svona trúboði ■á heimilunum, vil eg fara nokkrum orðum. Slíkar heimsóknir hlytu að verða vakning mörgum, sem annars 'væru andvaralausir um sáluhjálparefni sín. Annaðhvort vaknaði fólk trúarlega teinlínis við svona heimsókn, eða það leiddi til vakn- ingar með því, að guðs orð færi að verða um hönd haft þar sem Joað ekki var um hönd haft áður á heimilunum, eða meö þvi, að fólk færi að rækja kirkjugöngur betur en áður og af heilli og betri huga, -eða með þessu hvorutveggja, og svo einnig með því, að bænarlífið, -sem dautt var orðið, fengi líf og þrótt á ný. Þannig hlyti þetta að verða vakning á einhvern hátt, þeim, sem sofandi eru. En þaö yrði líka blessun þeim, sem trúaðir eru. Það yrði þeim uppörfun, styrk- mr í trúnni, guðleg stund, fagnaðarrík andleg nautn; yrði mörgum til þeirrar blessunar, að fá enn glöggvar en áður að verða aðnjót- andi vitnisburðar heilags anda um guðdómlegan sannleika þess heilaga boðskapar, sem vér aðhyllumst og flytjum. Sennilega yrði það því líka mörgum góðum mönnum og konum :setn í einlægni vilja trúa, en hafa erfiðleika við að stríða, til mikillar hjálpar. Það myndi í mörgum tilfellum verða byrjun til þess, að komast út úr þoku efasemda og andlegs myrkurs og inn í ljós guðs ’heilaga sannleika. Flestir af oss vita, hvað það er að vera staddur á þessu svæði efasemda og myrkurs. Engan, sem komist hefir af því svæöi og inn í ijósið, langar til að hverfa til baka aftur. Og mikið ættum vér til að vinna, ef fólk vort, innan safnaða vorra og utan, geti komist af þokusvæðinu ömurlega og inn á það svæði, þar sem sól réttlætisins nær að upplýsa og verma hugi fólks og hjörtu. Með vaknandi og vaxandi trúarlífi í hjörtum fólks vors myndi Tærast nýtt líf í hinn kirkjulega líkama vorn. Þó megum vér ekki hafa þaö fyrir augunum sem aðal atriði- Frelsun einstaklingsins verður aö vera höfuð atriðið- Hitt er samt sem áður afar stórt atriði, að kirkjan, söfnuðirnir, sé lifandi, sökum þess, að það í sjálfu sér er svo sérstaklega nátengt frelsunar-möguleika hinna einstöku. Þar sem kirkjan er hálf-dauð og sofandi, er naumast um mikla

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.